„Hann misnotaði vald sitt til að misnota mig kynferðislega“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2014 15:35 Vitni sagði reglur Krossins strangar, skýrt sé tekið fram að ekki sé leyfilegt að stunda kynlíf fyrir giftingu. Vísir/GVA „Gunnar, stefnandi, hann strauk brjóst mín og fór með hendur niður undir nærbuxur, strauk kynfæri mín og fór með fingur upp í kynfæri. Ég er þá nítján ára,“ sagði Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein vitna í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar, sem oft er kenndur við Krossinn. Hún segir reglur Krossins strangar, skýrt sé tekið fram að ekki sé leyfilegt að stunda kynlíf fyrir giftingu. Ólöf sagðist hafa verið óspjölluð á þessum tíma. „Hann misnotaði vald sitt til að misnota mig kynferðislega og braut þar með gegn öllum siðferðislögmálum. Ég var reið í mjög langan tíma. Ég var reið yfir því að hann hafi lagt þessa reynslu á mig og látið eins og þetta hafi ekki verið neitt mál,“ segir Ólöf.Sigríður Guðnadóttir söngkona, fyrrum mágkona Gunnars til þrjátíu og sex ára aldurs, kom einnig fram við vitnaleiðslur: „Þessi tími var hræðilegur. Í langan tíma fór ég ekki úr húsi og leið mjög illa, enda átti þetta ekki að fara í þennan farveg,“ segir hún. Fyrsta brotið, að sögn Sigríðar, átti sér stað þegar hún var fjórtán ára gömul. Hún segir Gunnar hafa borið út róg um sig og sagði hann hafa logið í skýrslutökum. Í skýrslunni segir Gunnar að Sigríður hafi verið ástfangin af sér. Sigríður segir það ekki raunina. „Ég var þriggja ára þegar hann kom inn í fjölskyldu mína. Hann var bara fullorðinn maður, eða karl, eða hvað maður kallar það? En mér þótti vænt um hann og leit upp til hans,“ segir Sigríður og bætir við að hann hafi verið hennar föðurímynd, andlegur leiðtogi og forstöðumaður sinn. Lögmaður Gunnars spurði Sigríði út í samband Gunnars og Jónínu Benediktsdóttur, hvort hún hafði orðið reið þegar þau giftu sig. „Ég var mjög reið þegar þau byrjuðu saman. Ekki af því að þetta var Jónína Ben, þetta var bara ósmekklega gert. Hann var búinn að vera í okkar fjölskyldu í allan þennan tíma og svo er hann giftur konu þremur dögum eftir að hann skildi við Ingibjörgu,“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Gunnar í Krossinum sagður hafa ausið svívirðingum yfir konurnar sem báru hann sökum um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 15:10 „Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41 Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 „Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
„Gunnar, stefnandi, hann strauk brjóst mín og fór með hendur niður undir nærbuxur, strauk kynfæri mín og fór með fingur upp í kynfæri. Ég er þá nítján ára,“ sagði Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein vitna í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar, sem oft er kenndur við Krossinn. Hún segir reglur Krossins strangar, skýrt sé tekið fram að ekki sé leyfilegt að stunda kynlíf fyrir giftingu. Ólöf sagðist hafa verið óspjölluð á þessum tíma. „Hann misnotaði vald sitt til að misnota mig kynferðislega og braut þar með gegn öllum siðferðislögmálum. Ég var reið í mjög langan tíma. Ég var reið yfir því að hann hafi lagt þessa reynslu á mig og látið eins og þetta hafi ekki verið neitt mál,“ segir Ólöf.Sigríður Guðnadóttir söngkona, fyrrum mágkona Gunnars til þrjátíu og sex ára aldurs, kom einnig fram við vitnaleiðslur: „Þessi tími var hræðilegur. Í langan tíma fór ég ekki úr húsi og leið mjög illa, enda átti þetta ekki að fara í þennan farveg,“ segir hún. Fyrsta brotið, að sögn Sigríðar, átti sér stað þegar hún var fjórtán ára gömul. Hún segir Gunnar hafa borið út róg um sig og sagði hann hafa logið í skýrslutökum. Í skýrslunni segir Gunnar að Sigríður hafi verið ástfangin af sér. Sigríður segir það ekki raunina. „Ég var þriggja ára þegar hann kom inn í fjölskyldu mína. Hann var bara fullorðinn maður, eða karl, eða hvað maður kallar það? En mér þótti vænt um hann og leit upp til hans,“ segir Sigríður og bætir við að hann hafi verið hennar föðurímynd, andlegur leiðtogi og forstöðumaður sinn. Lögmaður Gunnars spurði Sigríði út í samband Gunnars og Jónínu Benediktsdóttur, hvort hún hafði orðið reið þegar þau giftu sig. „Ég var mjög reið þegar þau byrjuðu saman. Ekki af því að þetta var Jónína Ben, þetta var bara ósmekklega gert. Hann var búinn að vera í okkar fjölskyldu í allan þennan tíma og svo er hann giftur konu þremur dögum eftir að hann skildi við Ingibjörgu,“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Gunnar í Krossinum sagður hafa ausið svívirðingum yfir konurnar sem báru hann sökum um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 15:10 „Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41 Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 „Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08
Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44
Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Gunnar í Krossinum sagður hafa ausið svívirðingum yfir konurnar sem báru hann sökum um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 15:10
„Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41
Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59
Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50
„Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42