Jákvæður skólabragur og styðjandi námsumhverfi Sigrún Edda Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 11:58 Skóli, samræmd próf, PISA og vellíðan nemenda Mikil umræða hefur verið um stöðu grunnskólans eftir að niðurstöður PISA-könnunarinnar komu út og allir líklega sammála um að vilja gera betur í samanburði við önnur lönd. Nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness koma almennt vel út úr PISA-rannsókn OECD og er staðan að jafnaði betri en hún mældist árið 2000. Mælingar sína jákvæða þróun lesskilnings og læsis á tímabilinu frá 2000 til 2012. Nemendur skólans standa nú jafnfætis jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum og því sem almennt gerist á höfuðborgarsvæðinu, en stóðu þeim talsvert að baki við upphaf tímabilsins. Við upphaf tímabilsins mældist læsi á stærðfræði meðal nemenda á Seltjarnarnesi sambærilegt við nemendur á Norðurlöndunum, en í könnuninni árið 2012 mælist það nokkuð yfir meðaltali þeirra. Læsi á náttúrufræði var fyrst kannað árið 2006 og mældust nemendur á Seltjarnarnesi þá talsvert undir jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum en í könnuninni 2012 hefur bilið minnkað nokkuð. Grunnskóli Seltjarnarness kom mjög vel út ef við skoðum niðurstöður m.v. landsmeðaltal hér á Íslandi, en í samanburði við önnur lönd viljum við gera betur.Jákvætt viðhorf til náms og trú á eigin getu Í PISA-rannsókninni 2012 var einnig lagt mat á viðhorf og námshegðun nemenda. Niðurstöður sýna að nemendur á Seltjarnarnesi hafa almennt jákvæðara viðhorf til náms og meiri trú á eigin getu þegar kemur að stærðfræði en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Jafnframt að áhugi nemenda á Seltjarnarnesi á stærðfræði hefur aukist stöðugt frá árinu 2003 og sjálfstraust eflst. Einnig kom í ljós að á Seltjarnarnesi er mun meira um styðjandi kennsluhætti en almennt gerist og að skólinn er kominn hvað lengst í leiðsagnarmati. Í samræmdum könnunarprófum kemur Grunnskóli Seltjarnarness mjög vel út sérstaklega ef horft er til árangurs 10. Bekkjar. Ef horft er til meðaltals síðustu 5 ára þá er 10. bekkur í Grunnskóla Seltjarnarness í 1. sæti af 60 skólum í stærðfræði, í 5. sæti af 60 skólum í íslensku og í 2. sæti af 60 skólum í ensku. 7. bekkur er í 4. sæti af 61 skóla þegar horft er á stærðfræði, og í 6. sæti af 60 skólum landsins í íslensku. 4. bekkur er í 12. sæti af 61 skóla þegar horft er til stærðfræði og í 10. sæti af 61 skóla í íslensku. Í samræmdum prófum er einnig horft til framfara í námi og er reiknaður framfarastuðull út frá einkunnum nemenda á tveimur samræmdum prófum. Er því annars vegar skoðuð frammistaða einstaklingsins milli 4. – 7. bekkjar og hins vegar milli 7. -10. bekkjar og horft til virðisauka í náminu. Í skýrslu Námsmatsstofnunar kemur fram að virðisauki námsins síðustu 5 árin i Grunnskóla Seltjarnarness eru í öllum tilfellum í hærri kantinum sem þýðir að nemendur Grunnskóla Seltjarnarness eru að bæta stöðu sína miðað við jafnaldra sína sem er það sem við viljum sjá gerast. Góður andi meðal nemenda og gott samband nemenda og kennara Við mælum einnig líðan nemenda okkar í Grunnskóla Seltjarnarness. Samsömun nemenda á Seltjarnarnesi við nemendahópinn hefur stóraukist frá fyrri mælingum PISA-rannsókna og samband nemenda við kennara er mjög jákvætt og stuðningur kennara við nemendur er með því besta sem gerist. Þessar niðurstöður eiga samhljóm við niðurstöður Skólapúlsins á líðan og viðhorfum nemenda, en þær sýna að líðan mælist hvað best á landsvísu meðal nemenda á Seltjarnarnesi og samband nemenda og kennara er talsvert betra en almennt gerist. Í Skólapúlsinum eru gerðar kannanir meðal nemenda í 6.-10. bekk í fjölmörgum grunnskólum hér á landi í hverjum mánuði um m.a. ánægju af náminu, trú á eigin námsgetu, sjálfsálit, vellíðan, tíðni og tegund eineltis, samband nemenda við kennara, hreyfingu og mataræði svo nokkrir þættir séu nefndir. Niðurstöður mælinga sýna að nemendum í Grunnskóla Seltjarnarness líður vel, einelti hér er vel undir meðallagi, þau hafa mikla trú á eigin námsgetu og finnst þau hafa góða stjórn á eigin lifi og á eigin árangri í skólanum. Jákvæð úttekt á starfi skólans Menntamálaráðuneytið gerði úttekt á Grunnskóla Seltjarnarness vorið 2012 að ósk skólans, fræðslustjóra og skólanefndar. Niðurstöður úttektaraðila voru þær að við skólann fari fram mjög faglegt og gott skólastarf. Skólastarfið hvíli á herðum hæfra og reynslumikilla starfsmanna, góður andi og opin samskipti meðal starfsmanna og almenn ánægja með aðgengi að stjórnendum skólans. Foreldrastarf sé mjög gott við skólann og skapi mikilvægt bakland fyrir faglegt starf, að mati bæði stjórnenda og kennara, að nemendur virðast almennt ánægðir í skólanum, félagslíf mjög gott og gætt er að hagsmunum nemenda t.a.m. með starfsemi nemendaverndarráða og nemendaráðs. Við getum því verið stolt af því góða starfi sem fer fram í grunnskóla Seltjarnarness og viljum styðja við það góða starf sem þar er unnið. En við viljum að sjálfsögðu ávallt stuðla að því að gera betur og hefur skólinn lagt sig fram um að fylgjast með nýbreytni í skólastarfi sem sýnt hefur að skilar sér í betri árangri. Má þar nefna byrjendalæsi sem tekið hefur verið upp í þeirri viðleitni að stuðla að betra læsi nemenda sem fyrst á skólagöngunni. Áskorun skólasamfélagsins er að halda stöðu sinni þar sem vel gengur og bæta það sem betur má fara og okkar að styðja við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skóli, samræmd próf, PISA og vellíðan nemenda Mikil umræða hefur verið um stöðu grunnskólans eftir að niðurstöður PISA-könnunarinnar komu út og allir líklega sammála um að vilja gera betur í samanburði við önnur lönd. Nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness koma almennt vel út úr PISA-rannsókn OECD og er staðan að jafnaði betri en hún mældist árið 2000. Mælingar sína jákvæða þróun lesskilnings og læsis á tímabilinu frá 2000 til 2012. Nemendur skólans standa nú jafnfætis jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum og því sem almennt gerist á höfuðborgarsvæðinu, en stóðu þeim talsvert að baki við upphaf tímabilsins. Við upphaf tímabilsins mældist læsi á stærðfræði meðal nemenda á Seltjarnarnesi sambærilegt við nemendur á Norðurlöndunum, en í könnuninni árið 2012 mælist það nokkuð yfir meðaltali þeirra. Læsi á náttúrufræði var fyrst kannað árið 2006 og mældust nemendur á Seltjarnarnesi þá talsvert undir jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum en í könnuninni 2012 hefur bilið minnkað nokkuð. Grunnskóli Seltjarnarness kom mjög vel út ef við skoðum niðurstöður m.v. landsmeðaltal hér á Íslandi, en í samanburði við önnur lönd viljum við gera betur.Jákvætt viðhorf til náms og trú á eigin getu Í PISA-rannsókninni 2012 var einnig lagt mat á viðhorf og námshegðun nemenda. Niðurstöður sýna að nemendur á Seltjarnarnesi hafa almennt jákvæðara viðhorf til náms og meiri trú á eigin getu þegar kemur að stærðfræði en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Jafnframt að áhugi nemenda á Seltjarnarnesi á stærðfræði hefur aukist stöðugt frá árinu 2003 og sjálfstraust eflst. Einnig kom í ljós að á Seltjarnarnesi er mun meira um styðjandi kennsluhætti en almennt gerist og að skólinn er kominn hvað lengst í leiðsagnarmati. Í samræmdum könnunarprófum kemur Grunnskóli Seltjarnarness mjög vel út sérstaklega ef horft er til árangurs 10. Bekkjar. Ef horft er til meðaltals síðustu 5 ára þá er 10. bekkur í Grunnskóla Seltjarnarness í 1. sæti af 60 skólum í stærðfræði, í 5. sæti af 60 skólum í íslensku og í 2. sæti af 60 skólum í ensku. 7. bekkur er í 4. sæti af 61 skóla þegar horft er á stærðfræði, og í 6. sæti af 60 skólum landsins í íslensku. 4. bekkur er í 12. sæti af 61 skóla þegar horft er til stærðfræði og í 10. sæti af 61 skóla í íslensku. Í samræmdum prófum er einnig horft til framfara í námi og er reiknaður framfarastuðull út frá einkunnum nemenda á tveimur samræmdum prófum. Er því annars vegar skoðuð frammistaða einstaklingsins milli 4. – 7. bekkjar og hins vegar milli 7. -10. bekkjar og horft til virðisauka í náminu. Í skýrslu Námsmatsstofnunar kemur fram að virðisauki námsins síðustu 5 árin i Grunnskóla Seltjarnarness eru í öllum tilfellum í hærri kantinum sem þýðir að nemendur Grunnskóla Seltjarnarness eru að bæta stöðu sína miðað við jafnaldra sína sem er það sem við viljum sjá gerast. Góður andi meðal nemenda og gott samband nemenda og kennara Við mælum einnig líðan nemenda okkar í Grunnskóla Seltjarnarness. Samsömun nemenda á Seltjarnarnesi við nemendahópinn hefur stóraukist frá fyrri mælingum PISA-rannsókna og samband nemenda við kennara er mjög jákvætt og stuðningur kennara við nemendur er með því besta sem gerist. Þessar niðurstöður eiga samhljóm við niðurstöður Skólapúlsins á líðan og viðhorfum nemenda, en þær sýna að líðan mælist hvað best á landsvísu meðal nemenda á Seltjarnarnesi og samband nemenda og kennara er talsvert betra en almennt gerist. Í Skólapúlsinum eru gerðar kannanir meðal nemenda í 6.-10. bekk í fjölmörgum grunnskólum hér á landi í hverjum mánuði um m.a. ánægju af náminu, trú á eigin námsgetu, sjálfsálit, vellíðan, tíðni og tegund eineltis, samband nemenda við kennara, hreyfingu og mataræði svo nokkrir þættir séu nefndir. Niðurstöður mælinga sýna að nemendum í Grunnskóla Seltjarnarness líður vel, einelti hér er vel undir meðallagi, þau hafa mikla trú á eigin námsgetu og finnst þau hafa góða stjórn á eigin lifi og á eigin árangri í skólanum. Jákvæð úttekt á starfi skólans Menntamálaráðuneytið gerði úttekt á Grunnskóla Seltjarnarness vorið 2012 að ósk skólans, fræðslustjóra og skólanefndar. Niðurstöður úttektaraðila voru þær að við skólann fari fram mjög faglegt og gott skólastarf. Skólastarfið hvíli á herðum hæfra og reynslumikilla starfsmanna, góður andi og opin samskipti meðal starfsmanna og almenn ánægja með aðgengi að stjórnendum skólans. Foreldrastarf sé mjög gott við skólann og skapi mikilvægt bakland fyrir faglegt starf, að mati bæði stjórnenda og kennara, að nemendur virðast almennt ánægðir í skólanum, félagslíf mjög gott og gætt er að hagsmunum nemenda t.a.m. með starfsemi nemendaverndarráða og nemendaráðs. Við getum því verið stolt af því góða starfi sem fer fram í grunnskóla Seltjarnarness og viljum styðja við það góða starf sem þar er unnið. En við viljum að sjálfsögðu ávallt stuðla að því að gera betur og hefur skólinn lagt sig fram um að fylgjast með nýbreytni í skólastarfi sem sýnt hefur að skilar sér í betri árangri. Má þar nefna byrjendalæsi sem tekið hefur verið upp í þeirri viðleitni að stuðla að betra læsi nemenda sem fyrst á skólagöngunni. Áskorun skólasamfélagsins er að halda stöðu sinni þar sem vel gengur og bæta það sem betur má fara og okkar að styðja við.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun