Eitt höfuðborgarsvæði fyrir okkur öll Ása Richardsdóttir skrifar 30. maí 2014 11:29 Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Kópavogi er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild til framtíðar, einn atvinnumarkaður, eitt búsetusvæði, með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og grunnhverfi. Við viljum að hraðbrautir sem kljúfa bæi í sundur, tilheyri fortíðinni. Við viljum þróa byggðir og hverfi þannig að þar fari saman græn íbúabyggð og vistvæn atvinnustarfsemi þar sem nærþjónusta er í göngufæri og stutt í öflugar almenningssamgöngur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og setji þá uppbyggingu í forgang. Til að hægt sé ná ofangreindum markmiðum og miklu fleirum, þurfa sveitarfélögin að vinna saman. Þar þarf að gæta jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið tillögu að skipulagi okkar til ársins 2040. Ég hvet fólk til að kynna sér þá vinnu sem finna má á vefslóðinni https://ssh.is/svaedisskipulag/2040. Ein athyglisverð staðreynd úr skýrslunni. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið samfellt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Hin síðari ár hefur byggðin þynnst verulega, þannig að meira landrými fer nú undir hvern íbúa en nokkru sinni fyrr. Á tæpum þrjátíu árum hefur íbúum á hvern hektara fækkað úr 54 í 35. Á sömu 30 árum hafa tæpir 40 nýir ferkílómetrar verið teknir undir 70 þúsund manna fjölgun á svæðinu. Og bílafjöldinn hefur tvöfaldast. Staðreyndin er sú við eigum ekki til 40 nýja ferkílómetra fyrir næstu 70 þúsund manna fjölgun. Byggð okkar verður að þéttast og það er stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Kópavogi er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild til framtíðar, einn atvinnumarkaður, eitt búsetusvæði, með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og grunnhverfi. Við viljum að hraðbrautir sem kljúfa bæi í sundur, tilheyri fortíðinni. Við viljum þróa byggðir og hverfi þannig að þar fari saman græn íbúabyggð og vistvæn atvinnustarfsemi þar sem nærþjónusta er í göngufæri og stutt í öflugar almenningssamgöngur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og setji þá uppbyggingu í forgang. Til að hægt sé ná ofangreindum markmiðum og miklu fleirum, þurfa sveitarfélögin að vinna saman. Þar þarf að gæta jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið tillögu að skipulagi okkar til ársins 2040. Ég hvet fólk til að kynna sér þá vinnu sem finna má á vefslóðinni https://ssh.is/svaedisskipulag/2040. Ein athyglisverð staðreynd úr skýrslunni. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið samfellt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Hin síðari ár hefur byggðin þynnst verulega, þannig að meira landrými fer nú undir hvern íbúa en nokkru sinni fyrr. Á tæpum þrjátíu árum hefur íbúum á hvern hektara fækkað úr 54 í 35. Á sömu 30 árum hafa tæpir 40 nýir ferkílómetrar verið teknir undir 70 þúsund manna fjölgun á svæðinu. Og bílafjöldinn hefur tvöfaldast. Staðreyndin er sú við eigum ekki til 40 nýja ferkílómetra fyrir næstu 70 þúsund manna fjölgun. Byggð okkar verður að þéttast og það er stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar