Fótbolti

Leikmenn grétu er flogið var með félaga þeirra á brott | Myndband

Aleksander Solli, leikmaður Íslendingaliðsins Hönefoss, meiddist alvarlega í leik Hönefoss og Tromsdalen í norska boltanum í kvöld.

Hann fékk þá höfuðhögg og steinrotaðist. Hlúð var að honum á vellinum í um hálftíma þar til þyrla kom og flaug með leikmanninn á sjúkrahús.

Kristján Örn Sigurðsson, miðvörður Hönefoss, og markvörðurinn Lukasz Jarosinski voru fyrstir að átta sig á því að atvikið væri alvarlegt og kölluðu á aðstoð.

Leikmönnum var eðlilega brugðið og grétu nokkrir þeirra á vellinum.

Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að leikmaðurinn sé ekki illa meiddur. Hann hafði fengið olnboga í höfuðið og þess vegna rotast.

Solli var með meðvitund þegar hann yfirgaf völlinn og gat hreyft helstu útlimi.

Hér má sjá myndband af atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×