„Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 09:21 „Ég held að þú viljir ekki vita mína upplifun af þessu,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í gær þegar umdeild skopmynd sem birtist af henni í Fréttablaðinu á kjördag barst í tal. Myndin sýndi oddvita allra framboðana í borginni og Sveinbjörgu íklædda Ku klux klan búningi en myndin birtist í kjölfar ummæla hennar um að vilja afturkalla lóð undir mosku til Félags Múslima á Íslandi. Hún segist hafa grátið þegar hún sá skopmyndina. „Og ég bara velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín,“ sagði Sveinbjörg sem segist hafa tekið myndbirtingu gífurlega nærri sér. „Þetta er ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni“. Henni þótti miður að múslimar skuli hafa verið dregnir inn í umræðuna eins og raun bar vitni. „Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“Umrædd skopmynd sem birtist á kjördag í Fréttablaðinu.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti framboðs flokksins í Reykjavík, undirstrikaði að moskumálið svokallaða hafi ekki verið úthugsað útspil fyrir kosningarnar og að það hafi einungis snúist um deiliskipulagsmál. Húsnæðisekla væri í borginni og henni þætti ekki við að hæfi að á þessari lóð í Sogmýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Aðspurð um hvort að hún héldi að flokkurinn hefði grætt á þessum ummælum oddvitans þegar uppi var staðið sagði Guðfinna sagði hún það ekki útilokað. Henni þætti líklegt að þessi fylgisaukning Framsóknar væri tilkomin vegna þess að fólki hafi verið ofboðið „það sem þær voru lentar í“ eins og hún komst að orði, ekki vegna þess að orðræða þeirra höfðaði til rasista. Sveinbjörg bætti við að umræðan í kjölfar ummæla hennar hafi verið á villigötum, boðskapur framboðs hennar hafi verið skýr. „Þeir sem taka upp hjá sér í dag að fara að twitta, skrifa á Facebook og koma með greinar þar sem snúið út úr þessu, þau ummæli hljóta að dæma sig sjálf. Því við erum búin að leggja spilin á borðið, við viljum vinna að það skapist sátt í samfélaginu,“ sagði Sveinbjörg undir lok viðtalsins. Það má sjá hér að ofan. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
„Ég held að þú viljir ekki vita mína upplifun af þessu,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í gær þegar umdeild skopmynd sem birtist af henni í Fréttablaðinu á kjördag barst í tal. Myndin sýndi oddvita allra framboðana í borginni og Sveinbjörgu íklædda Ku klux klan búningi en myndin birtist í kjölfar ummæla hennar um að vilja afturkalla lóð undir mosku til Félags Múslima á Íslandi. Hún segist hafa grátið þegar hún sá skopmyndina. „Og ég bara velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín,“ sagði Sveinbjörg sem segist hafa tekið myndbirtingu gífurlega nærri sér. „Þetta er ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni“. Henni þótti miður að múslimar skuli hafa verið dregnir inn í umræðuna eins og raun bar vitni. „Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“Umrædd skopmynd sem birtist á kjördag í Fréttablaðinu.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti framboðs flokksins í Reykjavík, undirstrikaði að moskumálið svokallaða hafi ekki verið úthugsað útspil fyrir kosningarnar og að það hafi einungis snúist um deiliskipulagsmál. Húsnæðisekla væri í borginni og henni þætti ekki við að hæfi að á þessari lóð í Sogmýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Aðspurð um hvort að hún héldi að flokkurinn hefði grætt á þessum ummælum oddvitans þegar uppi var staðið sagði Guðfinna sagði hún það ekki útilokað. Henni þætti líklegt að þessi fylgisaukning Framsóknar væri tilkomin vegna þess að fólki hafi verið ofboðið „það sem þær voru lentar í“ eins og hún komst að orði, ekki vegna þess að orðræða þeirra höfðaði til rasista. Sveinbjörg bætti við að umræðan í kjölfar ummæla hennar hafi verið á villigötum, boðskapur framboðs hennar hafi verið skýr. „Þeir sem taka upp hjá sér í dag að fara að twitta, skrifa á Facebook og koma með greinar þar sem snúið út úr þessu, þau ummæli hljóta að dæma sig sjálf. Því við erum búin að leggja spilin á borðið, við viljum vinna að það skapist sátt í samfélaginu,“ sagði Sveinbjörg undir lok viðtalsins. Það má sjá hér að ofan.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira