„Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 09:21 „Ég held að þú viljir ekki vita mína upplifun af þessu,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í gær þegar umdeild skopmynd sem birtist af henni í Fréttablaðinu á kjördag barst í tal. Myndin sýndi oddvita allra framboðana í borginni og Sveinbjörgu íklædda Ku klux klan búningi en myndin birtist í kjölfar ummæla hennar um að vilja afturkalla lóð undir mosku til Félags Múslima á Íslandi. Hún segist hafa grátið þegar hún sá skopmyndina. „Og ég bara velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín,“ sagði Sveinbjörg sem segist hafa tekið myndbirtingu gífurlega nærri sér. „Þetta er ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni“. Henni þótti miður að múslimar skuli hafa verið dregnir inn í umræðuna eins og raun bar vitni. „Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“Umrædd skopmynd sem birtist á kjördag í Fréttablaðinu.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti framboðs flokksins í Reykjavík, undirstrikaði að moskumálið svokallaða hafi ekki verið úthugsað útspil fyrir kosningarnar og að það hafi einungis snúist um deiliskipulagsmál. Húsnæðisekla væri í borginni og henni þætti ekki við að hæfi að á þessari lóð í Sogmýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Aðspurð um hvort að hún héldi að flokkurinn hefði grætt á þessum ummælum oddvitans þegar uppi var staðið sagði Guðfinna sagði hún það ekki útilokað. Henni þætti líklegt að þessi fylgisaukning Framsóknar væri tilkomin vegna þess að fólki hafi verið ofboðið „það sem þær voru lentar í“ eins og hún komst að orði, ekki vegna þess að orðræða þeirra höfðaði til rasista. Sveinbjörg bætti við að umræðan í kjölfar ummæla hennar hafi verið á villigötum, boðskapur framboðs hennar hafi verið skýr. „Þeir sem taka upp hjá sér í dag að fara að twitta, skrifa á Facebook og koma með greinar þar sem snúið út úr þessu, þau ummæli hljóta að dæma sig sjálf. Því við erum búin að leggja spilin á borðið, við viljum vinna að það skapist sátt í samfélaginu,“ sagði Sveinbjörg undir lok viðtalsins. Það má sjá hér að ofan. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Ég held að þú viljir ekki vita mína upplifun af þessu,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í gær þegar umdeild skopmynd sem birtist af henni í Fréttablaðinu á kjördag barst í tal. Myndin sýndi oddvita allra framboðana í borginni og Sveinbjörgu íklædda Ku klux klan búningi en myndin birtist í kjölfar ummæla hennar um að vilja afturkalla lóð undir mosku til Félags Múslima á Íslandi. Hún segist hafa grátið þegar hún sá skopmyndina. „Og ég bara velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín,“ sagði Sveinbjörg sem segist hafa tekið myndbirtingu gífurlega nærri sér. „Þetta er ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni“. Henni þótti miður að múslimar skuli hafa verið dregnir inn í umræðuna eins og raun bar vitni. „Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“Umrædd skopmynd sem birtist á kjördag í Fréttablaðinu.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti framboðs flokksins í Reykjavík, undirstrikaði að moskumálið svokallaða hafi ekki verið úthugsað útspil fyrir kosningarnar og að það hafi einungis snúist um deiliskipulagsmál. Húsnæðisekla væri í borginni og henni þætti ekki við að hæfi að á þessari lóð í Sogmýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Aðspurð um hvort að hún héldi að flokkurinn hefði grætt á þessum ummælum oddvitans þegar uppi var staðið sagði Guðfinna sagði hún það ekki útilokað. Henni þætti líklegt að þessi fylgisaukning Framsóknar væri tilkomin vegna þess að fólki hafi verið ofboðið „það sem þær voru lentar í“ eins og hún komst að orði, ekki vegna þess að orðræða þeirra höfðaði til rasista. Sveinbjörg bætti við að umræðan í kjölfar ummæla hennar hafi verið á villigötum, boðskapur framboðs hennar hafi verið skýr. „Þeir sem taka upp hjá sér í dag að fara að twitta, skrifa á Facebook og koma með greinar þar sem snúið út úr þessu, þau ummæli hljóta að dæma sig sjálf. Því við erum búin að leggja spilin á borðið, við viljum vinna að það skapist sátt í samfélaginu,“ sagði Sveinbjörg undir lok viðtalsins. Það má sjá hér að ofan.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira