Svikabrigsl, lagaklækir og undirmálsvinnubrögð Stefán Óli Jónsson skrifar 6. júní 2014 12:23 Gunnar Þorsteinsson vandar vinnubrögðum nýrrar stjórnar Krossins ekki kveðjurnar. VISIR/ANTON Ákveðið var á fundi Krossins á miðvikudag að víkja Gunnari Þorsteinssyni, fyrrum framkvæmdastjóra og stofnanda Krossins, úr söfnuðinum. Einnig var nafni safnaðarins breytt úr Krossinum í Smárakirkju og kjörin ný stjórn safnaðarins. Gunnar segir farir sínar ekki sléttar við nýkjörna stjórn og þá sem að fundinum stóðu. „Já, ég get sagt þér allt um þennan ótrúlega fund,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Hann var einungis boðaður lokaðri klíku og hinn almenni safnaðarmeðlimur hafði ekki hugmynd um hann“. Samkvæmt lögum safnaðarins skulu safnaðarfundir boðaðir með minnst viku fyrirvara og hann auglýstur á samkomum hans. Gunnar, sem nú er staddur erlendis, segir að handsalað hafi verið samkomulag um hvernig næsti fundurinn skyldi fara fram sem virt hafi verið að vettugi þegar hann brá sér af landinu. „Stjórnarmeðlimir vissu ekki af fundinum en fengu hringingar að honum loknum þar sem þeim var tilkynnt að þeir ættu þar ekki lengur sæti.“ Gunnar segir niðurstöðu fundarins þó ekki beinast gegn honum persónulega heldur væri einfaldlega verið að sölsa völdin í söfnuðinum með svikabrigslum „Það er farið á svig við lög og samþykktir safnaðarins og er þetta bara framhald af þeim lagaklækjum og þeim undirmálsvinnubrögðum sem hafa ríkt í söfnuðinum síðustu þrjú ár. Á téðum fundi var sem fyrr segir kjörin ný stjórn safnaðarins og var Sigurbjörg Gunnarsdóttir endurkjörin forstöðukona Krossins. Sigurbjörg er dóttir Gunnars og tók við af honum þegar hann lét af störfum eftir ásakanir um kynferðisbrot.Dóttirin að stela af honum ævistarfinu Fráfarandi stjórnarmeðlimur, Georg Viðar Björnsson, tekur undir orð Gunnars um svikabrigsl í samtali við Vísi. Hann sem stjórnarmeðlimur hafi ekki verið boðaður á fundinn og að honum loknum hafi hann fengið símhringingu þar sem hann var skammaður fyrir að hafa ekki mætt. Hann hafi þó oft farið fram á það að fá að stíga til hliðar sökum heilsubrests enda hafi átökin í söfnuðinum á undanförnum misserum tekið á sig. „Dóttir hans er bara að taka af Gunnari ævistarfið og víkja okkur út. Ég hef verið í söfnuðinum í 40 ár og hef aldrei heyrt annað eins, að mönnum sé vikið úr honum án nokkurrar ávítunar.“ Hann bætir við að fyrri tilraunir til að halda aðalfundi hafi oftar en ekki farið út um þúfur og því grunsamlegt að tekist hafi að halda jafn fjölmennan fund og raun bar vitni með stuttum fyrirvara en talið er að hátt í hundrað manns hafi sótt fundinn á miðvikudag. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Ákveðið var á fundi Krossins á miðvikudag að víkja Gunnari Þorsteinssyni, fyrrum framkvæmdastjóra og stofnanda Krossins, úr söfnuðinum. Einnig var nafni safnaðarins breytt úr Krossinum í Smárakirkju og kjörin ný stjórn safnaðarins. Gunnar segir farir sínar ekki sléttar við nýkjörna stjórn og þá sem að fundinum stóðu. „Já, ég get sagt þér allt um þennan ótrúlega fund,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Hann var einungis boðaður lokaðri klíku og hinn almenni safnaðarmeðlimur hafði ekki hugmynd um hann“. Samkvæmt lögum safnaðarins skulu safnaðarfundir boðaðir með minnst viku fyrirvara og hann auglýstur á samkomum hans. Gunnar, sem nú er staddur erlendis, segir að handsalað hafi verið samkomulag um hvernig næsti fundurinn skyldi fara fram sem virt hafi verið að vettugi þegar hann brá sér af landinu. „Stjórnarmeðlimir vissu ekki af fundinum en fengu hringingar að honum loknum þar sem þeim var tilkynnt að þeir ættu þar ekki lengur sæti.“ Gunnar segir niðurstöðu fundarins þó ekki beinast gegn honum persónulega heldur væri einfaldlega verið að sölsa völdin í söfnuðinum með svikabrigslum „Það er farið á svig við lög og samþykktir safnaðarins og er þetta bara framhald af þeim lagaklækjum og þeim undirmálsvinnubrögðum sem hafa ríkt í söfnuðinum síðustu þrjú ár. Á téðum fundi var sem fyrr segir kjörin ný stjórn safnaðarins og var Sigurbjörg Gunnarsdóttir endurkjörin forstöðukona Krossins. Sigurbjörg er dóttir Gunnars og tók við af honum þegar hann lét af störfum eftir ásakanir um kynferðisbrot.Dóttirin að stela af honum ævistarfinu Fráfarandi stjórnarmeðlimur, Georg Viðar Björnsson, tekur undir orð Gunnars um svikabrigsl í samtali við Vísi. Hann sem stjórnarmeðlimur hafi ekki verið boðaður á fundinn og að honum loknum hafi hann fengið símhringingu þar sem hann var skammaður fyrir að hafa ekki mætt. Hann hafi þó oft farið fram á það að fá að stíga til hliðar sökum heilsubrests enda hafi átökin í söfnuðinum á undanförnum misserum tekið á sig. „Dóttir hans er bara að taka af Gunnari ævistarfið og víkja okkur út. Ég hef verið í söfnuðinum í 40 ár og hef aldrei heyrt annað eins, að mönnum sé vikið úr honum án nokkurrar ávítunar.“ Hann bætir við að fyrri tilraunir til að halda aðalfundi hafi oftar en ekki farið út um þúfur og því grunsamlegt að tekist hafi að halda jafn fjölmennan fund og raun bar vitni með stuttum fyrirvara en talið er að hátt í hundrað manns hafi sótt fundinn á miðvikudag.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira