Innlent

Fundað hjá flugvirkjum í hádeginu

Freyr Bjarnason skrifar
Vísir/Anton
„Menn eru beggja vegna borðsins og vita hvað þarf til að það náist samningar. Það eru átta til níu dagar þangað til verkfallið tekur gildi. Við erum tiltölulega bjartsýnir á að samningar takist,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Óskar segir að búið sé að þrengja samningarammann.

Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls 16. júní náist ekki samningar fyrir þann tíma. Samtök atvinnulífsins segja að kröfurnar samsvari rúmlega 30 prósenta launahækkun og séu margfælt hærri en samið hefur verið um við aðrar flugstéttir.

„Samtök atvinnulífsins og Icelandair hafa lagt allt kapp á að leita lausnar sem samrýmist efnahagslegum stöðugleika til lengri tíma, en því miður hefur það ekki gengið. Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin er óhjákvæmilegt að varpa ljósi á launakjör og launaþróun flugvirkja. Frá árinu 2007 hafa laun flugvirkja hækkað um 62,6 prósent en um 38,5 prósent hjá félagsmönnum ASÍ á almennum markaði,“ kom fram í tilkynningu frá SA í gær.

Samningafundur verður á hádegi í dag.


Tengdar fréttir

Flugvirkjar boða verkfall

Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til sólarhringsverkfalls sem á að hefjast klukkan sex að morgni þann 16. júní næstkomandi. Ótímabundið verkfall hefst svo 19. júní. ef ekki verður búið að leysa kjaradeilu þeirra við Icelandair fyrir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×