Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Ingvar Haraldsson og Bjarki Ármannsson skrifar 4. júní 2014 11:49 Búi og skordýrabúið. Mynd/Búi Bjarmar Aðalsteinsson „Ég vil útvíkka svolítið hugmyndir um starf hönnuðarins,“segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson. „Alla jafna eru hugmyndir Íslendinga um hönnuði frekar takmarkaðar og einblína kannski um of á smámuni.“ Búi er hugmyndasmiðurinn á bak við „Fly Factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Búið er lokaverkefni Búa frá Listaháskóla Íslands en það hefur vakið skiljanlega athygli hjá miðlum víða um heim og meðal annars var fjallað um það á vef Daily Mail í síðasta mánuði. „Þetta er búið að eignast sjálfstætt líf á netinu,“ segir Búi. „Það er farið að birtast mikið á rússnesku um þetta. Japanskar og kínverskar síður hafa fjallað um þetta. Þetta er bara rosa gott, gaman að lenda í þessari hringiðu.“Meiri kjötframleiðsla ómöguleg eftir 30 ár Uppfinning Búa, sem hlaut styrk frá Startup Reykjavík fyrir tveimur dögum, var þó ekki gerð einungis með það í huga að rata á síður blaðanna, heldur liggur að baki henni hugmyndir um að breyta nálgun á matvælaframleiðslu. „Hugmyndin að þessu kom þegar ég rakst á fréttatilkynningu um skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Búi. „Þar voru þeir að segja hvernig staðan er í landbúnaði og Evrópa sérstaklega tekin fyrir.“ Í skýrslunni segir meðal annars að eftirspurn eftir próteinríkri fæðu fari sívaxandi. „Þar kom fram að landrými í Evrópu verður uppurið eftir þrjátíu ár,“ segir Búi. „Þá verður ómögulegt að framleiða mikið meira af kjöti. Annað hvort þurfum við að fara að skipta um prótein eða minnka próteinneyslu.“ Skordýr voru sérstaklega nefnd í skýrslunni sem möguleg ný, próteinrík fæða. „Fly Factory,“ útskriftarverkefni Búa, útfærir þessa hugmynd á mjög áhugaverðan hátt. „Ég vildi skoða matvælaframleiðslu sem hringrás í staðinn fyrir línulegt framleiðsluferli,“ segir hann. „Útfærslan er flugnagerð og í verkefninu er ég að leggja áherslu á að sýna hringrásina, hvernig við getum framkvæmt þessa hugmyndafræði. Við nýtum allar þær afurðir sem verða til í ferlinu, orku og hráefni.“Bara eins og rækjur og humar Í búinu nærast lirfur á lífrænum úrgangi, til að mynda þara og skít frá búfénaði. Skítinn frá lirfunum er svo hægt að nota í áburð og lirfurnar sjálfar í matargerð. Fyrir utan hvað þær eru ríkar í til dæmis próteini, járni og kalki segir Búi að réttirnir sem lirfunar eru nýttar í séu alls ekki slæmir á bragðið. „Lirfurnar eru eiginlega bragðlausar eftir að þær eru þurrkaðar og malaðar í eitthvað svipað og hveiti,“ segir Búi. „Það er alls ekki neinn yfirgnæfandi tónn.“ Möguleikar á nýtingu lirfanna í matargerð eru margir, en á vefsíðu verkefnisins má meðal annars sjá kennslumyndband í því hvernig búa skal til lirfupaté. Þó að vestræn matarmenning feli alla jafna ekki í sér að skordýr séu notuð í rétti, segir Búi að engin ástæða sé til að forðast það. „Þegar fólk finnur að bragðið er svipað og hvað annað hráefni þarf ekkert meira til að sannfæra fólk. Þetta er bara eins og rækjur eða humar. Einu sinni var litið á bæði humar og rækjur sem annars flokks fæðu.“ Búi hefur starfað með Matís síðan lokaverkefninu hans lauk formlega nú í maí. Hann vinnur nú að því að teikna ný búr með sérstaka áherslu á fóðurgerð. Upphaflega búið hans verður til sýningar á ráðstefnu á Selfossi í þessum mánuði og hann hefur meðal annars fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu í London um matvælaframleiðslu í september. Fyrir neðan má sjá myndband af skordýrabúinu og annað sem sýnir hvernig búa má til girnilegan eftirrétt úr skordýrunum. Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
„Ég vil útvíkka svolítið hugmyndir um starf hönnuðarins,“segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson. „Alla jafna eru hugmyndir Íslendinga um hönnuði frekar takmarkaðar og einblína kannski um of á smámuni.“ Búi er hugmyndasmiðurinn á bak við „Fly Factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Búið er lokaverkefni Búa frá Listaháskóla Íslands en það hefur vakið skiljanlega athygli hjá miðlum víða um heim og meðal annars var fjallað um það á vef Daily Mail í síðasta mánuði. „Þetta er búið að eignast sjálfstætt líf á netinu,“ segir Búi. „Það er farið að birtast mikið á rússnesku um þetta. Japanskar og kínverskar síður hafa fjallað um þetta. Þetta er bara rosa gott, gaman að lenda í þessari hringiðu.“Meiri kjötframleiðsla ómöguleg eftir 30 ár Uppfinning Búa, sem hlaut styrk frá Startup Reykjavík fyrir tveimur dögum, var þó ekki gerð einungis með það í huga að rata á síður blaðanna, heldur liggur að baki henni hugmyndir um að breyta nálgun á matvælaframleiðslu. „Hugmyndin að þessu kom þegar ég rakst á fréttatilkynningu um skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Búi. „Þar voru þeir að segja hvernig staðan er í landbúnaði og Evrópa sérstaklega tekin fyrir.“ Í skýrslunni segir meðal annars að eftirspurn eftir próteinríkri fæðu fari sívaxandi. „Þar kom fram að landrými í Evrópu verður uppurið eftir þrjátíu ár,“ segir Búi. „Þá verður ómögulegt að framleiða mikið meira af kjöti. Annað hvort þurfum við að fara að skipta um prótein eða minnka próteinneyslu.“ Skordýr voru sérstaklega nefnd í skýrslunni sem möguleg ný, próteinrík fæða. „Fly Factory,“ útskriftarverkefni Búa, útfærir þessa hugmynd á mjög áhugaverðan hátt. „Ég vildi skoða matvælaframleiðslu sem hringrás í staðinn fyrir línulegt framleiðsluferli,“ segir hann. „Útfærslan er flugnagerð og í verkefninu er ég að leggja áherslu á að sýna hringrásina, hvernig við getum framkvæmt þessa hugmyndafræði. Við nýtum allar þær afurðir sem verða til í ferlinu, orku og hráefni.“Bara eins og rækjur og humar Í búinu nærast lirfur á lífrænum úrgangi, til að mynda þara og skít frá búfénaði. Skítinn frá lirfunum er svo hægt að nota í áburð og lirfurnar sjálfar í matargerð. Fyrir utan hvað þær eru ríkar í til dæmis próteini, járni og kalki segir Búi að réttirnir sem lirfunar eru nýttar í séu alls ekki slæmir á bragðið. „Lirfurnar eru eiginlega bragðlausar eftir að þær eru þurrkaðar og malaðar í eitthvað svipað og hveiti,“ segir Búi. „Það er alls ekki neinn yfirgnæfandi tónn.“ Möguleikar á nýtingu lirfanna í matargerð eru margir, en á vefsíðu verkefnisins má meðal annars sjá kennslumyndband í því hvernig búa skal til lirfupaté. Þó að vestræn matarmenning feli alla jafna ekki í sér að skordýr séu notuð í rétti, segir Búi að engin ástæða sé til að forðast það. „Þegar fólk finnur að bragðið er svipað og hvað annað hráefni þarf ekkert meira til að sannfæra fólk. Þetta er bara eins og rækjur eða humar. Einu sinni var litið á bæði humar og rækjur sem annars flokks fæðu.“ Búi hefur starfað með Matís síðan lokaverkefninu hans lauk formlega nú í maí. Hann vinnur nú að því að teikna ný búr með sérstaka áherslu á fóðurgerð. Upphaflega búið hans verður til sýningar á ráðstefnu á Selfossi í þessum mánuði og hann hefur meðal annars fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu í London um matvælaframleiðslu í september. Fyrir neðan má sjá myndband af skordýrabúinu og annað sem sýnir hvernig búa má til girnilegan eftirrétt úr skordýrunum.
Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira