Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 29-26 | Ísland gerði það sem þurfti Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 3. júní 2014 15:04 Guðjón Valur virkaði ekki þreyttur þó svo hann hefði spilað í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveim dögum síðan. Hann fór á kostum í kvöld. vísir/stefán Ísland lagði Portúgal 29-26 í íþróttahúsinu í Austurbergi í þriðja æfingaleik liðanna á jafn mörgum dögum í handbolta. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Portúgal byrjaði leikinn betur og var eins og íslensku strákarnir væru þreyttir og ættu erfitt með gíra sig upp. Það var ekki fyrr en 18 mínútur voru liðnar af leiknum að íslenska liðið vaknaði úr rotinu og ekki þurfti það langan tíma til að vinna upp fjögurra marka forystu Portúgals. Íslenska vörnin var mjög góð síðustu 12 mínútur hálfleiksins og þá fékk liðið hraðaupphlaups mörk. Guðjón Valur Sigurðsson sem virkaði örþreyttur eftir Meistaradeildarhelgina framan af leik reif sig og liðið upp þegar hann skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin 9-9. Þá var ekki aftur snúið og Ísland hélt uppteknum hætti framan af seinni hálfleik og náði mest átta marka forystu. Þá fór Aron Kristjánsson að skipta lykilmönnum útaf og það verður að segjast eins og er að fáir þeirra sem komu inn á náðu að stimpla sig inn í leikinn. Portúgal minnkaði muninn jafnt og þétt án þess þó að sigur Íslands væri í hættu. Þetta líkt og annar leikur liðanna sem Portúgal vann sýnir þó að yngri leikmenn sem fá tækifærið þurfa að nýta það betur til að stimpla sig almennilega inn í hópinn. Leikið var í Austurbergi í Breiðholti í kvöld og eru það vonbrigði að ekki tókst að fylla húsið. Umgjörð leiksins var þó öllu betri en í gær í Mosfellsbæ en ljóst er að ætli HSÍ að fylla húsin eins og þetta öfluga landslið á skilið þá þarf að auglýsa leikina. Umfjöllun fjölmiðla er ekki næg auglýsing. Ísland mætir Bosníu í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM og er fyrri leikurinn um næstu helgi í Bosníu. Aron: Þurfum betri markvörslu og færri mistök í sókninni„Við byrjuðum leikinn illa og vorum að gera okkur seka um mistök. Klúðrum dauðafærum sem gerði það að verkum að þeir komust yfir,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands. „Mér fannst við spila mest allan leikinn nokkuð vel sóknarlega. Við vorum að koma okkur í færi en klikkuðum úr mörgum dauðafærum. „Í seinni hálfleik náum við góðu forskoti. Svo hægjum við leikinn og ætlum að keyra þessu heim á venjunni. Þá komu þeir í bakið á okkur. „Við fórum að hreyfa liðið og vinna í því að menn verði klárir til að koma inn á þegar við mætum til Bosníu,“ sagði Aron sem var ánægður með vörnina í einum og hálfum af þessum tveimur leikjum sem hann stillti upp sínu sterkasta liði. „Við spiluðum sterka vörn í fyrsta leiknum og í fyrri hálfleik í kvöld spiluðum við ágætis vörn á löngum köflum. Við hefðum átt að fleiri bolta varða. „Við þurfum að fá betri markvörslu, nýta færin betur og fækka mistökum í sókninni. Það er lykil atriði,“ sagð Aron um það sem þarf að gera betur í Bosníu. „Bosnía er erfið heim að sækja og gefa sig virkilega í verkefnið. Við spilum í einhverri 7-8000 manna höll. Þar er venjulega mikil stemning. Sverre: Fengum staðfestingu á því sem þarf að laga„Þetta portúgalska lið kemur mér frekar á óvart heldur en hitt. Þeir eru flottir. Gott lið. Mjög fljótir og teknískir. Þeir spila flott kerfi með aðeins öðruvísi áherslum og gera það vel,“ sagði Sverre Jakobsson varnartröll eftir sigurinn í kvöld. „Þeir minna mig á Brasilíu fyrir nokkrum árum. Þá voru þeir við það að komast í gegn, sem er komið hjá þeim núna og af hverju ekki Portúgal líka,“ bætti Sverre við en honum fannst mjög gott að fá þessa leiki við Portúgal fyrir leikina gegn Bosníu. „Það var fínt fyrir handboltann að fara á Ísafjörð í fyrsta leiknum og auglýsa aðeins handboltann. Leikur tvö var góður fyrir alla þessa ungu leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnar. Það var gott fyrir þá að fá staðfestingu á að það sé verið að fylgjast með þeim og fá heilan leik til að sýna sig. „Leikurinn í dag var mikilvægur til að finna taktinn og fá alla sem eru að fara til Bosníu. Við sáum að það eru ákveðin atriði sem þarf að fínpússa. Það er gott að fá upptöku af leiknum til að greina hann og sjá. Þá getum við unnið markvisst að undirbúningum fyrir leikinn í Bosníu. Við höfum svo fáa daga til að undirbúa okkur. „Við byrjum skelfilega og svo náum við halda í vörninni og þá komumst við vel inn í þetta og fáum hraðaupphlaup og þá er gaman. Svo missum við þetta óþægilega nálægt okkur í lokin. Við hefðum átt að bæta enn frekar í og fá skemmtilegri sigur heldur en að labba út með þrjú mörk. „Þetta voru skemmtilegir leikir og við fengum margt gott út úr þessu en við fengum líka staðfestingu á því sem þarf að laga. Mér finnst það mikilvægara heldur en hitt, sérstaklega ef ég tala út frá vörninni. Þá sjáum við ákveðin atriði þar og það hjálpar okkur í undirbúningnum. „Svona endar hvert tímabil og hvert keppnisár. Það vilja allir komast á hvert stórmót og hungrið er til staðar.Vísir/StefánVísir/Stefán Olís-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Ísland lagði Portúgal 29-26 í íþróttahúsinu í Austurbergi í þriðja æfingaleik liðanna á jafn mörgum dögum í handbolta. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Portúgal byrjaði leikinn betur og var eins og íslensku strákarnir væru þreyttir og ættu erfitt með gíra sig upp. Það var ekki fyrr en 18 mínútur voru liðnar af leiknum að íslenska liðið vaknaði úr rotinu og ekki þurfti það langan tíma til að vinna upp fjögurra marka forystu Portúgals. Íslenska vörnin var mjög góð síðustu 12 mínútur hálfleiksins og þá fékk liðið hraðaupphlaups mörk. Guðjón Valur Sigurðsson sem virkaði örþreyttur eftir Meistaradeildarhelgina framan af leik reif sig og liðið upp þegar hann skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin 9-9. Þá var ekki aftur snúið og Ísland hélt uppteknum hætti framan af seinni hálfleik og náði mest átta marka forystu. Þá fór Aron Kristjánsson að skipta lykilmönnum útaf og það verður að segjast eins og er að fáir þeirra sem komu inn á náðu að stimpla sig inn í leikinn. Portúgal minnkaði muninn jafnt og þétt án þess þó að sigur Íslands væri í hættu. Þetta líkt og annar leikur liðanna sem Portúgal vann sýnir þó að yngri leikmenn sem fá tækifærið þurfa að nýta það betur til að stimpla sig almennilega inn í hópinn. Leikið var í Austurbergi í Breiðholti í kvöld og eru það vonbrigði að ekki tókst að fylla húsið. Umgjörð leiksins var þó öllu betri en í gær í Mosfellsbæ en ljóst er að ætli HSÍ að fylla húsin eins og þetta öfluga landslið á skilið þá þarf að auglýsa leikina. Umfjöllun fjölmiðla er ekki næg auglýsing. Ísland mætir Bosníu í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM og er fyrri leikurinn um næstu helgi í Bosníu. Aron: Þurfum betri markvörslu og færri mistök í sókninni„Við byrjuðum leikinn illa og vorum að gera okkur seka um mistök. Klúðrum dauðafærum sem gerði það að verkum að þeir komust yfir,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands. „Mér fannst við spila mest allan leikinn nokkuð vel sóknarlega. Við vorum að koma okkur í færi en klikkuðum úr mörgum dauðafærum. „Í seinni hálfleik náum við góðu forskoti. Svo hægjum við leikinn og ætlum að keyra þessu heim á venjunni. Þá komu þeir í bakið á okkur. „Við fórum að hreyfa liðið og vinna í því að menn verði klárir til að koma inn á þegar við mætum til Bosníu,“ sagði Aron sem var ánægður með vörnina í einum og hálfum af þessum tveimur leikjum sem hann stillti upp sínu sterkasta liði. „Við spiluðum sterka vörn í fyrsta leiknum og í fyrri hálfleik í kvöld spiluðum við ágætis vörn á löngum köflum. Við hefðum átt að fleiri bolta varða. „Við þurfum að fá betri markvörslu, nýta færin betur og fækka mistökum í sókninni. Það er lykil atriði,“ sagð Aron um það sem þarf að gera betur í Bosníu. „Bosnía er erfið heim að sækja og gefa sig virkilega í verkefnið. Við spilum í einhverri 7-8000 manna höll. Þar er venjulega mikil stemning. Sverre: Fengum staðfestingu á því sem þarf að laga„Þetta portúgalska lið kemur mér frekar á óvart heldur en hitt. Þeir eru flottir. Gott lið. Mjög fljótir og teknískir. Þeir spila flott kerfi með aðeins öðruvísi áherslum og gera það vel,“ sagði Sverre Jakobsson varnartröll eftir sigurinn í kvöld. „Þeir minna mig á Brasilíu fyrir nokkrum árum. Þá voru þeir við það að komast í gegn, sem er komið hjá þeim núna og af hverju ekki Portúgal líka,“ bætti Sverre við en honum fannst mjög gott að fá þessa leiki við Portúgal fyrir leikina gegn Bosníu. „Það var fínt fyrir handboltann að fara á Ísafjörð í fyrsta leiknum og auglýsa aðeins handboltann. Leikur tvö var góður fyrir alla þessa ungu leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnar. Það var gott fyrir þá að fá staðfestingu á að það sé verið að fylgjast með þeim og fá heilan leik til að sýna sig. „Leikurinn í dag var mikilvægur til að finna taktinn og fá alla sem eru að fara til Bosníu. Við sáum að það eru ákveðin atriði sem þarf að fínpússa. Það er gott að fá upptöku af leiknum til að greina hann og sjá. Þá getum við unnið markvisst að undirbúningum fyrir leikinn í Bosníu. Við höfum svo fáa daga til að undirbúa okkur. „Við byrjum skelfilega og svo náum við halda í vörninni og þá komumst við vel inn í þetta og fáum hraðaupphlaup og þá er gaman. Svo missum við þetta óþægilega nálægt okkur í lokin. Við hefðum átt að bæta enn frekar í og fá skemmtilegri sigur heldur en að labba út með þrjú mörk. „Þetta voru skemmtilegir leikir og við fengum margt gott út úr þessu en við fengum líka staðfestingu á því sem þarf að laga. Mér finnst það mikilvægara heldur en hitt, sérstaklega ef ég tala út frá vörninni. Þá sjáum við ákveðin atriði þar og það hjálpar okkur í undirbúningnum. „Svona endar hvert tímabil og hvert keppnisár. Það vilja allir komast á hvert stórmót og hungrið er til staðar.Vísir/StefánVísir/Stefán
Olís-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira