Ghasem ekki sendur úr landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. júní 2014 13:51 vísir/pjetur „Þetta er bara gleðidagur. Loksins fær hann að segja sína sögu.“ Þetta segir Benjamín Julian, talsmaður afganska flóttamannsins Ghasem Mohamadi, sem fékk þær fregnir í dag að hann yrði ekki sendur úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, eins og áður hafði verið úrskurðað um. Eins og kunnugt er fór Ghasem í tíu daga hungurverkfall og var hann í þrígang fluttur á sjúkrahús. Hann byrjaði að borða eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. Enn hefur þó ekki orðið af fundinum, tæpum fimm vikum síðar. „Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ Ghasem hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi en hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Grátlegt hvernig farið er með hælisleitendur „Það eina sem hefur í raun breyst er að þessi hótun um að senda hann til baka til Svíþjóðar hefur verið dregin til baka. Það er eina efnislega breytingin, en miðað við aðstæður er það mjög gott. Í rauninni er það samt grátlegt að það skuli vera tilfellið, hvernig farið er með hælisleitendur hérlendis,“ segir Benjamín. Fjöldi fólks mótmælti við innanríkisráðuneytið til stuðnings Mohamadi. Benjamín telur líklegt að mótmælin hafi átt stóran þátt í því að úrskurðurinn var dreginn til baka, en hvað það var sem breytti ákvörðun Innanríkisráðuneytis og Útlendingastofnunar veit hann ekki. „Þau virðast hafa gengið þvert á ákvörðun sína í þessu tilfelli. Ég veit ekki af hverju það var gert, en vissulega erum við ánægð með þetta.“ Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli.Látinn afskiptalaus í 20 mánuði Ghasem segir að í þá tuttugu mánuði sem hann hefur beðið eftir úrskurði um dvalarleyfi hafi enginn haft afskipti af honum. Verst sé þó að geta hvorki unnið né farið í skóla. Hann er orðin örvæntingarfullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi en fara aftur til Afganistans. „Vinir hans hafa allir verið sendir úr landi, hann má ekki vinna og getur ekki farið í skóla. Það er stór ástæða þessa að hann var kominn í tæpt andlegt ástand.“ Hvorki náðist í innanríkisráðuneytið né útlendingastofnun þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48 Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15 Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21 Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20 „Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28 Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38 Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Þetta er bara gleðidagur. Loksins fær hann að segja sína sögu.“ Þetta segir Benjamín Julian, talsmaður afganska flóttamannsins Ghasem Mohamadi, sem fékk þær fregnir í dag að hann yrði ekki sendur úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, eins og áður hafði verið úrskurðað um. Eins og kunnugt er fór Ghasem í tíu daga hungurverkfall og var hann í þrígang fluttur á sjúkrahús. Hann byrjaði að borða eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. Enn hefur þó ekki orðið af fundinum, tæpum fimm vikum síðar. „Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ Ghasem hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi en hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Grátlegt hvernig farið er með hælisleitendur „Það eina sem hefur í raun breyst er að þessi hótun um að senda hann til baka til Svíþjóðar hefur verið dregin til baka. Það er eina efnislega breytingin, en miðað við aðstæður er það mjög gott. Í rauninni er það samt grátlegt að það skuli vera tilfellið, hvernig farið er með hælisleitendur hérlendis,“ segir Benjamín. Fjöldi fólks mótmælti við innanríkisráðuneytið til stuðnings Mohamadi. Benjamín telur líklegt að mótmælin hafi átt stóran þátt í því að úrskurðurinn var dreginn til baka, en hvað það var sem breytti ákvörðun Innanríkisráðuneytis og Útlendingastofnunar veit hann ekki. „Þau virðast hafa gengið þvert á ákvörðun sína í þessu tilfelli. Ég veit ekki af hverju það var gert, en vissulega erum við ánægð með þetta.“ Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli.Látinn afskiptalaus í 20 mánuði Ghasem segir að í þá tuttugu mánuði sem hann hefur beðið eftir úrskurði um dvalarleyfi hafi enginn haft afskipti af honum. Verst sé þó að geta hvorki unnið né farið í skóla. Hann er orðin örvæntingarfullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi en fara aftur til Afganistans. „Vinir hans hafa allir verið sendir úr landi, hann má ekki vinna og getur ekki farið í skóla. Það er stór ástæða þessa að hann var kominn í tæpt andlegt ástand.“ Hvorki náðist í innanríkisráðuneytið né útlendingastofnun þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48 Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15 Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21 Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20 „Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28 Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38 Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48
Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15
Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21
Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20
„Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28
Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38
Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30