Innlent

Ískyggilega mikið af eiturefnum í blóði mæðra á Norðurlöndum

Gissur Sigurðsson skrifar
Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem neytendasamtökin í Noregi og Danmörku létu gera á mæðrum ungra barna, með stuðningi Norðurlandaráðs, sýndu að ískyggilega mikið af eiturefnum var í blóði þeirra.

Annicka Engblom í borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs segir af þessu tilefni mikilvægt að bæta þekkingu og herða reglur til þes að losna við eiturefni úr daglegu lífi okkar. Hún vill að Norðurlöndin taki höndum saman við það verkefni, segir á vef Norðurlandaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×