Fótbolti

Strákarnir okkar bjóða strákunum okkar á völlinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn, Aron Einar, Arnór Þór og Björgvin Páll.
Kolbeinn, Aron Einar, Arnór Þór og Björgvin Páll. Vísir/Daníel
Á blaðamannafundi KSÍ sem haldinn var á Hilton Hótel Nordica í dag var tilkynnt um samstarf karlalandsliðsins í fótbolta og karlalandsliðsins í handbolta.

Handboltastrákarnir bjóða fótboltastrákunum á vináttulandsleikinn sem fram fer í íþróttahúsi Aftureldingar að Varmá í kvöld og fótboltinn býður svo handboltanum á vináttulandsleikinn gegn Eistum á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið.

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, setti inn mynd af sér, ArnóriGunnarssyni og bróður hans, landsliðsfyrirliðanum AroniEinariGunnarssyni, ásamt KolbeiniSigþórssyni á Instagram eftir fundinn.

„Landsliðin sameinast. Allir á völlinn,“ skrifaði Björgvin við myndina og velti því svo fyrir sér hvert Arnór Þór væri að horfa.

Aron Einar hélt á treyju handboltalandsliðsins og þeir Arnór og Björgvin á treyju fótboltalandsliðsins.

Ísland mætir Portúgal að Varmá í kvöld sem fyrr segir klukkan 19.00 og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×