Oddvitar setja spurningamerki við hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2014 21:10 Oddvitar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks setja stórt spurningamerki við það hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur, bæði í borginni og á landsvísu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar sagðist hugsi á hvaða leið Framsóknarflokkurinn væri. „Ég held að við ættum að gefa Framsóknarflokknum rými, ekki bara í borginni heldur á landsvísu, til þess að skýra betur í hvaða leiðangri hann er áður en við getum svarað því hvort Framsóknarflokkurinn er yfir höfuð stjórntækur,“ sagði Dagur í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld. Hann vísar í ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti lóðaúthlutun mosku í Sogamýri. Fyrir kosningar sagði Dagur ummæli hennar örvæntingafulla leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „Ég bara vísa til þess að það hefur verið lykillinn af afkomu hægri popúlista flokka, til dæmis í Skandinavíu, að væntanlegir samstarfsaðilar þeirra hafa gert kröfu til þeirra að þeir hagi málflutning sínum með mjög ábyrgum hætti. En ég er ekki að fullyrða neitt,“ sagði Dagur jafnframt.S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar sagði málið alvarlegt. „Það er hægri öfgalykt af þessum málflutningi. Það hefur enginn komið fram og sagt „Neinei, þetta er ekki það sem við stöndum fyrir“ heldur hefur frekar verið gefið í,“ sagði Björn. „Þau fá þarna tvo borgarfulltrúa, með í sjálfu sér mjög fá atkvæði á bakvið hvern fulltrúa. Framsóknarflokkurinn virðist oft fá ansi marga fulltrúa fyrir fá atkvæði. Það er sérkennilegt.“ Þá sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að hann vonaðist til að málið yrði rætt frekar. „Hvort hann er stjórntækur í meirihluta í borginni ræðst einmitt af því hvort hægt er að ná saman um almennilegan málefnilegan samning.“ Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks setja stórt spurningamerki við það hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur, bæði í borginni og á landsvísu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar sagðist hugsi á hvaða leið Framsóknarflokkurinn væri. „Ég held að við ættum að gefa Framsóknarflokknum rými, ekki bara í borginni heldur á landsvísu, til þess að skýra betur í hvaða leiðangri hann er áður en við getum svarað því hvort Framsóknarflokkurinn er yfir höfuð stjórntækur,“ sagði Dagur í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld. Hann vísar í ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti lóðaúthlutun mosku í Sogamýri. Fyrir kosningar sagði Dagur ummæli hennar örvæntingafulla leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „Ég bara vísa til þess að það hefur verið lykillinn af afkomu hægri popúlista flokka, til dæmis í Skandinavíu, að væntanlegir samstarfsaðilar þeirra hafa gert kröfu til þeirra að þeir hagi málflutning sínum með mjög ábyrgum hætti. En ég er ekki að fullyrða neitt,“ sagði Dagur jafnframt.S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar sagði málið alvarlegt. „Það er hægri öfgalykt af þessum málflutningi. Það hefur enginn komið fram og sagt „Neinei, þetta er ekki það sem við stöndum fyrir“ heldur hefur frekar verið gefið í,“ sagði Björn. „Þau fá þarna tvo borgarfulltrúa, með í sjálfu sér mjög fá atkvæði á bakvið hvern fulltrúa. Framsóknarflokkurinn virðist oft fá ansi marga fulltrúa fyrir fá atkvæði. Það er sérkennilegt.“ Þá sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að hann vonaðist til að málið yrði rætt frekar. „Hvort hann er stjórntækur í meirihluta í borginni ræðst einmitt af því hvort hægt er að ná saman um almennilegan málefnilegan samning.“
Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08