Telja slys við Grundartanga bara tímaspursmál Svavar Hávarðsson skrifar 20. júní 2014 07:00 Rúmlega 900 manns vinna á Grundartanga í 13 fyrirtækjum. Fréttablaðið/GVA Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga telja vegtengingu við Hringveginn ofan við iðnaðarsvæðið vera hreina slysagildru. Faxaflóahafnir hefja sérstaka athugun á umferðarmálum í dag. Þörfin fyrir vegabætur eykst stórum með fyrirhuguðum framkvæmdum og reksturs sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. „Flestallir sem ég ræddi við segja það aðeins tímaspursmál hvenær verður slys á gatnamótunum,“ segir Björn S. Lárusson verkefnisstjóri um megin niðurstöður úttektar sem hann vann fyrir Faxaflóahafnir um starfsemina á Grundartanga. Björn bendir á í úttektinni að um 20% umferðar um hringveginn frá Hvalfjarðargöngum að Hvalfjarðarvegi fer að Grundartanga, enda starfi þar rúmlega 900 manns í 13 fyrirtækjum, en til viðbótar komi önnur umferð tengd iðnaðarstarfseminni. Þá sýni talningar Vegagerðarinnar að um afleggjarann, Grundartangaveg, fara tæplega 800 bílar að meðaltali á dag miðað við tölur frá 2012. Meðalumferð um Hringveginn á svæðinu nálgast 4.000 bíla að meðaltali á sólarhring, en er margföld á álagstímum. Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ljóst að vegtengingin sé ekki fullnægjandi og fyrirtækið hefji athugun á umferðarmálum á Grundartanga í dag. Vegtengingin er þar til skoðunar. Ræða eigi við Vegagerðina í framhaldinu. Jón segir málið brýnt, ekki síst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Fjölgunin sem henni fylgir sé mikil, en forsvarsmenn Silicor Materials geri ráð fyrir 400 starfsmönnum í verksmiðju auk afleiddra starfa og þjónustu, sem aftur eykur umferðina um svæðið. Þá séu ónefndir starfsmenn og aukin umferð á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar verksmiðju en forsvarsmenn Silicor vilja hefjast handa í haust.Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir áhyggjuraddir af vegtengingunni við iðnaðarsvæðið hafa heyrst strax eftir að álver Norðuráls var tekið í notkun 1998. Hins vegar séu vegbætur þarna ekki á áætlunum næstu misserin, þó afreinar og betri lýsing við vegamótin hafi verið til skoðunar. „Horft er fyrst og síðast á allra hættulegustu staðina í vegakerfinu sem byggir á ákveðinni aðferðafræði. Þarna hafa sem betur fer ekki orðið mikið af óhöppum en staðurinn felur það í sér að það gæti breyst. Okkur er það alveg ljóst að þetta er nokkuð sem þarf að horfa mjög á - hvort ekki er hægt að bæta þarna umferðaröryggi,“ segir Hreinn. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga telja vegtengingu við Hringveginn ofan við iðnaðarsvæðið vera hreina slysagildru. Faxaflóahafnir hefja sérstaka athugun á umferðarmálum í dag. Þörfin fyrir vegabætur eykst stórum með fyrirhuguðum framkvæmdum og reksturs sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. „Flestallir sem ég ræddi við segja það aðeins tímaspursmál hvenær verður slys á gatnamótunum,“ segir Björn S. Lárusson verkefnisstjóri um megin niðurstöður úttektar sem hann vann fyrir Faxaflóahafnir um starfsemina á Grundartanga. Björn bendir á í úttektinni að um 20% umferðar um hringveginn frá Hvalfjarðargöngum að Hvalfjarðarvegi fer að Grundartanga, enda starfi þar rúmlega 900 manns í 13 fyrirtækjum, en til viðbótar komi önnur umferð tengd iðnaðarstarfseminni. Þá sýni talningar Vegagerðarinnar að um afleggjarann, Grundartangaveg, fara tæplega 800 bílar að meðaltali á dag miðað við tölur frá 2012. Meðalumferð um Hringveginn á svæðinu nálgast 4.000 bíla að meðaltali á sólarhring, en er margföld á álagstímum. Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ljóst að vegtengingin sé ekki fullnægjandi og fyrirtækið hefji athugun á umferðarmálum á Grundartanga í dag. Vegtengingin er þar til skoðunar. Ræða eigi við Vegagerðina í framhaldinu. Jón segir málið brýnt, ekki síst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Fjölgunin sem henni fylgir sé mikil, en forsvarsmenn Silicor Materials geri ráð fyrir 400 starfsmönnum í verksmiðju auk afleiddra starfa og þjónustu, sem aftur eykur umferðina um svæðið. Þá séu ónefndir starfsmenn og aukin umferð á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar verksmiðju en forsvarsmenn Silicor vilja hefjast handa í haust.Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir áhyggjuraddir af vegtengingunni við iðnaðarsvæðið hafa heyrst strax eftir að álver Norðuráls var tekið í notkun 1998. Hins vegar séu vegbætur þarna ekki á áætlunum næstu misserin, þó afreinar og betri lýsing við vegamótin hafi verið til skoðunar. „Horft er fyrst og síðast á allra hættulegustu staðina í vegakerfinu sem byggir á ákveðinni aðferðafræði. Þarna hafa sem betur fer ekki orðið mikið af óhöppum en staðurinn felur það í sér að það gæti breyst. Okkur er það alveg ljóst að þetta er nokkuð sem þarf að horfa mjög á - hvort ekki er hægt að bæta þarna umferðaröryggi,“ segir Hreinn.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira