"Leitin algjörlega stjórnlaus“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2014 10:50 Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn, svo virðist sem hann hafi horfið á Miðnesheiði. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli. Hópur sjálfboðaliða hefur leitað hundsins stundanna á milli en án árangurs. Í nótt var fellibúr, eins konar gildra, sett upp í þeirri von að hundurinn léti gabbast og færi inn í búrið. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og einn þeirra sem leitar hundsins, telur að hundurinn hafi fært sig austur á bóginn. „Erlendir sérfræðingar tala um að hann gæti verið kominn margar mílur frá Leifsstöð. Þannig að það er í raun aldrei að vita hvar hann gæti haldið sig en það eru dæmi um það að Border Collie hafi horfið í allt að fjórtán daga áður en hann loks fannst,“ segir Árni.Búrið sett upp.mynd/árni stefánÁrni segir mikið af ábendingum hafa borist varðandi hundinn, og kann hann öllum þeim sem hafa haft samband miklar þakkir. Hann segir þó töluvert af tófu á sveimi á þessum slóðum og telur líkur á að fólk rugli saman hundinum og tófunni. Ólíklegt sé þó að tófan hafi ráðist á hundinn. Þá segir Árni að enga aðstoð sé að fá, hvorki frá lögreglu né Matvælastofnun og gagnrýnir það harðlega. „Það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er hvað opinberir aðilar hafa ekkert komið að þessari aðstoð. Leitin hefur verið algjörlega stjórnlaus. Eigandanum hefur ekki boðist nein aðstoð frá opinberum aðilum og þá sérstaklega Matvælastofnun. Þetta tel ég mjög ámælisvert,“ segir Árni. Hunter er svartur Border Collie með hvítum skellum. Verið var að flytja hann yfir Atlantshafið en þurfti að millilenda hér á landi. Þegar verið var að flytja hann yfir í aðra flugvél opnaðist búrið og slapp hann í kjölfarið. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Verði fólk hundsins vart er það beðið um að hafa tafarlaust samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800 eða við Árna Stefán í síma 695-2662. Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44 Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli. Hópur sjálfboðaliða hefur leitað hundsins stundanna á milli en án árangurs. Í nótt var fellibúr, eins konar gildra, sett upp í þeirri von að hundurinn léti gabbast og færi inn í búrið. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og einn þeirra sem leitar hundsins, telur að hundurinn hafi fært sig austur á bóginn. „Erlendir sérfræðingar tala um að hann gæti verið kominn margar mílur frá Leifsstöð. Þannig að það er í raun aldrei að vita hvar hann gæti haldið sig en það eru dæmi um það að Border Collie hafi horfið í allt að fjórtán daga áður en hann loks fannst,“ segir Árni.Búrið sett upp.mynd/árni stefánÁrni segir mikið af ábendingum hafa borist varðandi hundinn, og kann hann öllum þeim sem hafa haft samband miklar þakkir. Hann segir þó töluvert af tófu á sveimi á þessum slóðum og telur líkur á að fólk rugli saman hundinum og tófunni. Ólíklegt sé þó að tófan hafi ráðist á hundinn. Þá segir Árni að enga aðstoð sé að fá, hvorki frá lögreglu né Matvælastofnun og gagnrýnir það harðlega. „Það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er hvað opinberir aðilar hafa ekkert komið að þessari aðstoð. Leitin hefur verið algjörlega stjórnlaus. Eigandanum hefur ekki boðist nein aðstoð frá opinberum aðilum og þá sérstaklega Matvælastofnun. Þetta tel ég mjög ámælisvert,“ segir Árni. Hunter er svartur Border Collie með hvítum skellum. Verið var að flytja hann yfir Atlantshafið en þurfti að millilenda hér á landi. Þegar verið var að flytja hann yfir í aðra flugvél opnaðist búrið og slapp hann í kjölfarið. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Verði fólk hundsins vart er það beðið um að hafa tafarlaust samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800 eða við Árna Stefán í síma 695-2662.
Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44 Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59
Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44
Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36
Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43