"Leitin algjörlega stjórnlaus“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2014 10:50 Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn, svo virðist sem hann hafi horfið á Miðnesheiði. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli. Hópur sjálfboðaliða hefur leitað hundsins stundanna á milli en án árangurs. Í nótt var fellibúr, eins konar gildra, sett upp í þeirri von að hundurinn léti gabbast og færi inn í búrið. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og einn þeirra sem leitar hundsins, telur að hundurinn hafi fært sig austur á bóginn. „Erlendir sérfræðingar tala um að hann gæti verið kominn margar mílur frá Leifsstöð. Þannig að það er í raun aldrei að vita hvar hann gæti haldið sig en það eru dæmi um það að Border Collie hafi horfið í allt að fjórtán daga áður en hann loks fannst,“ segir Árni.Búrið sett upp.mynd/árni stefánÁrni segir mikið af ábendingum hafa borist varðandi hundinn, og kann hann öllum þeim sem hafa haft samband miklar þakkir. Hann segir þó töluvert af tófu á sveimi á þessum slóðum og telur líkur á að fólk rugli saman hundinum og tófunni. Ólíklegt sé þó að tófan hafi ráðist á hundinn. Þá segir Árni að enga aðstoð sé að fá, hvorki frá lögreglu né Matvælastofnun og gagnrýnir það harðlega. „Það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er hvað opinberir aðilar hafa ekkert komið að þessari aðstoð. Leitin hefur verið algjörlega stjórnlaus. Eigandanum hefur ekki boðist nein aðstoð frá opinberum aðilum og þá sérstaklega Matvælastofnun. Þetta tel ég mjög ámælisvert,“ segir Árni. Hunter er svartur Border Collie með hvítum skellum. Verið var að flytja hann yfir Atlantshafið en þurfti að millilenda hér á landi. Þegar verið var að flytja hann yfir í aðra flugvél opnaðist búrið og slapp hann í kjölfarið. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Verði fólk hundsins vart er það beðið um að hafa tafarlaust samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800 eða við Árna Stefán í síma 695-2662. Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44 Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli. Hópur sjálfboðaliða hefur leitað hundsins stundanna á milli en án árangurs. Í nótt var fellibúr, eins konar gildra, sett upp í þeirri von að hundurinn léti gabbast og færi inn í búrið. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og einn þeirra sem leitar hundsins, telur að hundurinn hafi fært sig austur á bóginn. „Erlendir sérfræðingar tala um að hann gæti verið kominn margar mílur frá Leifsstöð. Þannig að það er í raun aldrei að vita hvar hann gæti haldið sig en það eru dæmi um það að Border Collie hafi horfið í allt að fjórtán daga áður en hann loks fannst,“ segir Árni.Búrið sett upp.mynd/árni stefánÁrni segir mikið af ábendingum hafa borist varðandi hundinn, og kann hann öllum þeim sem hafa haft samband miklar þakkir. Hann segir þó töluvert af tófu á sveimi á þessum slóðum og telur líkur á að fólk rugli saman hundinum og tófunni. Ólíklegt sé þó að tófan hafi ráðist á hundinn. Þá segir Árni að enga aðstoð sé að fá, hvorki frá lögreglu né Matvælastofnun og gagnrýnir það harðlega. „Það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er hvað opinberir aðilar hafa ekkert komið að þessari aðstoð. Leitin hefur verið algjörlega stjórnlaus. Eigandanum hefur ekki boðist nein aðstoð frá opinberum aðilum og þá sérstaklega Matvælastofnun. Þetta tel ég mjög ámælisvert,“ segir Árni. Hunter er svartur Border Collie með hvítum skellum. Verið var að flytja hann yfir Atlantshafið en þurfti að millilenda hér á landi. Þegar verið var að flytja hann yfir í aðra flugvél opnaðist búrið og slapp hann í kjölfarið. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Verði fólk hundsins vart er það beðið um að hafa tafarlaust samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800 eða við Árna Stefán í síma 695-2662.
Tengdar fréttir Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59 Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44 Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36 Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Tveir flugmiðar í fundarlaun Hundurinn Hunter strauk úr búri sínu á Keflavíkurflugvelli. 13. júní 2014 17:59
Dularfulla hundshvarfið á Miðnesheiði Border Collie-hundurinn Hunter er enn ófundinn. Dýravinurinn Árni Stefán Árnason segir hundinn óttast svarklædda menn. 16. júní 2014 07:44
Hunter líklega hræddur og svangur Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd. 16. júní 2014 11:36
Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun Icelandair hefur áður boðið þeim sem hefur hendur í hári Hunters tvo flugmiða en leitin hefur enn engan árangur borið. 15. júní 2014 11:43