Innlent

Þing kallað saman á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Innanríkisráðherra hefur kallað saman Alþingi vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja Icelandair.
Innanríkisráðherra hefur kallað saman Alþingi vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja Icelandair. Vísir/GVA
Alþingi verður kallað saman seinna í dag og mun hittast á morgun vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja Icelandair.

Þetta staðfesta heimildir Vísis, en það var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem óskaði eftir því að þing yrði kallað saman. Ótímabundið verkfall hefst á fimmtudag ef samningar takast ekki og ef stjórnvöld grípa ekki inn í.

Boðaður hefur veriðfundur hjáríkissáttasemjaraídag, en ekkert hefur gengiðaðsemja. Formaður samninganefndar flugvirkja er harðorður gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum og segir mögulega lagasetningu gjöreyðileggja samningsstöðu sína.


Tengdar fréttir

Flugvirkjar hrella ferðaþjónustufólk

Samtök ferðaþjónustunnar skora á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls flugvirkja kemur hinn 19. júní.

Flugvirkjar vonast til að samningar náist

Icelandair ákvað í dag að fella niður öll fyrirhuguð flug félagsins á mánudaginn, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í kjaradeilu flugvirkja félagsins. Flugvirkjar binda vonir við að samningar náist en segjast verða vonsviknir ákveði stjórnvöld að setja lögbann á verkfallsaðgerðir.

Vinnustöðvun flugvirkja í dag

Kjarasamningar Icelandair og flugvirkja tókust ekki í gær og mun ótímabundið verkfall hefjast á fimmtudag að óbreyttu.

Lítið þokast hjá flugvirkjum

Það þokaðist lítið í samkomulagsátt á fundinum í gær. Menn voru að kasta á milli sín hugmyndum.

Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall

Flugvirkjar og Icelandair funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Ótímabundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Ferðamálasamtök Íslands vilja inngrip stjórnvalda. Innanríkisáðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×