Kaymer: Sagði stöðugt við sjálfan mig að ég gæti sigrað þetta mót 17. júní 2014 01:02 Martin Kaymer fagnar sigrinum á US Open í ljósaskiptunum. AP/Getty Martin Kaymer sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem kláraðist um helgina en mótið fór þetta árið fram á Pinehurst velli nr.2 í Norður-Karólínu. Sigur Kaymer var nánast aldrei í hættu en hann lék óaðfinnanlegt golf frá fyrsta degi og sigraði mótið að lokum með átta högga mun. Kaymer skaust upp á stjörnuhimininn í golfheiminum árið 2008 með því að sigra á Abu Dhabi meistaramótinu á Evrópumótaröðinni en frá 2008 til 2011 sigraði hann á 11 atvinnumótum, þar af á sínu fyrsta risamóti. Það var á PGA-meistaramótinu árið 2010 sem fram fór á Whistling Straits vellinum en Kaymer sigraði Bubba Watson í bráðabana um titilinn.Týndi sveiflunni og hætti að sigra Undanfarin ár hafa þó verið mögur fyrir Kaymer en hann sigraði ekkert mót á Evrópumótaröðinni á árunum 2012 og 2013. Hann féll í kjölfarið niður í 63. sæti heimslistans og á tímabili átti hann í miklum erfileikum með að komast í gegn um niðurskurðinn í flestum mótum sem hann tók þátt í. Þrátt fyrir það átti hann eftirminnileg augnablik en fáir golfáhugamenn gleyma því þegar að hann setti niður sigurpúttið í Ryderbikarnum á Medinah árið 2012 og fullkomnaði ótrúlega endurkomu Evrópuliðsins.Aftur kominn á meðal þeirra bestu Þjóðverjinn virðist þó vera búinn að finna sitt besta form aftur þessa dagana en hann sigraði einnig á Players meistaramótinu fyrr á árinu og segist vera byrjaður að sveifla kylfunni betur. „Ég var ekki sáttur við hvernig ég var að hitta boltann á sínum tíma og það tók mikla vinnu að koma sveiflunni aftur í lag. Undanfarna mánuði hef ég þó verið að slá boltann mun betur og á ýmsa vegu sem veitir manni aukið sjálfstraust.“ Þá segir Kaymer að lykillinn að sigrinum um helgina hafi verið hugarfarið. „Ég sagði við sjálfan mig alveg frá byrjun að ég gæti sigrað þetta mót, ég var stöðugt að minna mig á það. Ef maður trúir því og tekur bara eitt högg í einu þá er allt hægt.“ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Martin Kaymer sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem kláraðist um helgina en mótið fór þetta árið fram á Pinehurst velli nr.2 í Norður-Karólínu. Sigur Kaymer var nánast aldrei í hættu en hann lék óaðfinnanlegt golf frá fyrsta degi og sigraði mótið að lokum með átta högga mun. Kaymer skaust upp á stjörnuhimininn í golfheiminum árið 2008 með því að sigra á Abu Dhabi meistaramótinu á Evrópumótaröðinni en frá 2008 til 2011 sigraði hann á 11 atvinnumótum, þar af á sínu fyrsta risamóti. Það var á PGA-meistaramótinu árið 2010 sem fram fór á Whistling Straits vellinum en Kaymer sigraði Bubba Watson í bráðabana um titilinn.Týndi sveiflunni og hætti að sigra Undanfarin ár hafa þó verið mögur fyrir Kaymer en hann sigraði ekkert mót á Evrópumótaröðinni á árunum 2012 og 2013. Hann féll í kjölfarið niður í 63. sæti heimslistans og á tímabili átti hann í miklum erfileikum með að komast í gegn um niðurskurðinn í flestum mótum sem hann tók þátt í. Þrátt fyrir það átti hann eftirminnileg augnablik en fáir golfáhugamenn gleyma því þegar að hann setti niður sigurpúttið í Ryderbikarnum á Medinah árið 2012 og fullkomnaði ótrúlega endurkomu Evrópuliðsins.Aftur kominn á meðal þeirra bestu Þjóðverjinn virðist þó vera búinn að finna sitt besta form aftur þessa dagana en hann sigraði einnig á Players meistaramótinu fyrr á árinu og segist vera byrjaður að sveifla kylfunni betur. „Ég var ekki sáttur við hvernig ég var að hitta boltann á sínum tíma og það tók mikla vinnu að koma sveiflunni aftur í lag. Undanfarna mánuði hef ég þó verið að slá boltann mun betur og á ýmsa vegu sem veitir manni aukið sjálfstraust.“ Þá segir Kaymer að lykillinn að sigrinum um helgina hafi verið hugarfarið. „Ég sagði við sjálfan mig alveg frá byrjun að ég gæti sigrað þetta mót, ég var stöðugt að minna mig á það. Ef maður trúir því og tekur bara eitt högg í einu þá er allt hægt.“
Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira