Óútskýrður fjöldadauði á sjófuglum Svavar Hávarðsson skrifar 16. júní 2014 13:52 Allar riturnar sem fundust voru í fjörukambi ofan flæðamáls svo talið er að mun fleiri fuglar hafi drepist en þeir 70 sem fundust. Mynd/Menja Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru um fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. „Fuglinn var dreifður vítt og breitt við vatnið og rifið,“ segir Sigurður Sigurðsson, einn landeigenda Fróðár, sem gekk fram á dauða fuglana og tilkynnti Náttúrustofu Vesturlands (NV) frá fundi sínum á miðvikudag. Að sögn Menju von Schmalensee, sérfræðings hjá NV, fundust tveimur dögum síðar 70 dauðar ritur á litlu svæði á rifinu, ásamt dauðum skörfum og æðarfugli. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Hræætur höfðu kroppað í flesta fuglana, en engu að síður fundust nokkrir heilir, og greinilega nýdauðir. Þeim var safnað til að hafa möguleika á frekari rannsóknum, en ekki er vitað hvað veldur, og engin sýnileg ummerki á fuglunum sem skýrt gætu dánarmein þeirra. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, fór á vettvang ásamt starfsmönnum náttúrustofunnar, en setrið hefur til rannsóknar annað tilvik þar sem nýlega fundust um 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp á Rifi, um tíu kílómetra frá Fróðárrifi. „Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum, en frá maí hafa fundist 50 fuglar af báðum kynjum í grennd við æðarvarpið. Það vekur athygli að um tvö tilvik er að ræða á stuttum tíma, og í báðum tilvikum sjófugl,“ segir Jón Einar. Spurður um kenningar um orsök fjöldadauðans, segir Jón Einar að ástand fuglanna hafi verið mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Jón Einar segir að tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist grunur manna því að tjörnum á svæðinu. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru um fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. „Fuglinn var dreifður vítt og breitt við vatnið og rifið,“ segir Sigurður Sigurðsson, einn landeigenda Fróðár, sem gekk fram á dauða fuglana og tilkynnti Náttúrustofu Vesturlands (NV) frá fundi sínum á miðvikudag. Að sögn Menju von Schmalensee, sérfræðings hjá NV, fundust tveimur dögum síðar 70 dauðar ritur á litlu svæði á rifinu, ásamt dauðum skörfum og æðarfugli. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Hræætur höfðu kroppað í flesta fuglana, en engu að síður fundust nokkrir heilir, og greinilega nýdauðir. Þeim var safnað til að hafa möguleika á frekari rannsóknum, en ekki er vitað hvað veldur, og engin sýnileg ummerki á fuglunum sem skýrt gætu dánarmein þeirra. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, fór á vettvang ásamt starfsmönnum náttúrustofunnar, en setrið hefur til rannsóknar annað tilvik þar sem nýlega fundust um 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp á Rifi, um tíu kílómetra frá Fróðárrifi. „Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum, en frá maí hafa fundist 50 fuglar af báðum kynjum í grennd við æðarvarpið. Það vekur athygli að um tvö tilvik er að ræða á stuttum tíma, og í báðum tilvikum sjófugl,“ segir Jón Einar. Spurður um kenningar um orsök fjöldadauðans, segir Jón Einar að ástand fuglanna hafi verið mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Jón Einar segir að tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist grunur manna því að tjörnum á svæðinu.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira