Óútskýrður fjöldadauði á sjófuglum Svavar Hávarðsson skrifar 16. júní 2014 13:52 Allar riturnar sem fundust voru í fjörukambi ofan flæðamáls svo talið er að mun fleiri fuglar hafi drepist en þeir 70 sem fundust. Mynd/Menja Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru um fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. „Fuglinn var dreifður vítt og breitt við vatnið og rifið,“ segir Sigurður Sigurðsson, einn landeigenda Fróðár, sem gekk fram á dauða fuglana og tilkynnti Náttúrustofu Vesturlands (NV) frá fundi sínum á miðvikudag. Að sögn Menju von Schmalensee, sérfræðings hjá NV, fundust tveimur dögum síðar 70 dauðar ritur á litlu svæði á rifinu, ásamt dauðum skörfum og æðarfugli. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Hræætur höfðu kroppað í flesta fuglana, en engu að síður fundust nokkrir heilir, og greinilega nýdauðir. Þeim var safnað til að hafa möguleika á frekari rannsóknum, en ekki er vitað hvað veldur, og engin sýnileg ummerki á fuglunum sem skýrt gætu dánarmein þeirra. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, fór á vettvang ásamt starfsmönnum náttúrustofunnar, en setrið hefur til rannsóknar annað tilvik þar sem nýlega fundust um 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp á Rifi, um tíu kílómetra frá Fróðárrifi. „Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum, en frá maí hafa fundist 50 fuglar af báðum kynjum í grennd við æðarvarpið. Það vekur athygli að um tvö tilvik er að ræða á stuttum tíma, og í báðum tilvikum sjófugl,“ segir Jón Einar. Spurður um kenningar um orsök fjöldadauðans, segir Jón Einar að ástand fuglanna hafi verið mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Jón Einar segir að tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist grunur manna því að tjörnum á svæðinu. Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru um fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. „Fuglinn var dreifður vítt og breitt við vatnið og rifið,“ segir Sigurður Sigurðsson, einn landeigenda Fróðár, sem gekk fram á dauða fuglana og tilkynnti Náttúrustofu Vesturlands (NV) frá fundi sínum á miðvikudag. Að sögn Menju von Schmalensee, sérfræðings hjá NV, fundust tveimur dögum síðar 70 dauðar ritur á litlu svæði á rifinu, ásamt dauðum skörfum og æðarfugli. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Hræætur höfðu kroppað í flesta fuglana, en engu að síður fundust nokkrir heilir, og greinilega nýdauðir. Þeim var safnað til að hafa möguleika á frekari rannsóknum, en ekki er vitað hvað veldur, og engin sýnileg ummerki á fuglunum sem skýrt gætu dánarmein þeirra. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, fór á vettvang ásamt starfsmönnum náttúrustofunnar, en setrið hefur til rannsóknar annað tilvik þar sem nýlega fundust um 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp á Rifi, um tíu kílómetra frá Fróðárrifi. „Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum, en frá maí hafa fundist 50 fuglar af báðum kynjum í grennd við æðarvarpið. Það vekur athygli að um tvö tilvik er að ræða á stuttum tíma, og í báðum tilvikum sjófugl,“ segir Jón Einar. Spurður um kenningar um orsök fjöldadauðans, segir Jón Einar að ástand fuglanna hafi verið mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Jón Einar segir að tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist grunur manna því að tjörnum á svæðinu.
Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira