Telur hæpið að sett verði lög á flugvirkja Höskuldur Kári Schram skrifar 16. júní 2014 12:15 Vísir/Anton Sólahringsverkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Verkfallið hefur áhrif á um tólf þúsund farþega en alls var Sextíu og fimm flugferðum aflýst. Ótímabundið verkfall hefst á fimmtudag ef ekki verður búið að leysa deiluna fyrir þann tíma. Deiluaðilar ætla að funda hjá ríkissáttasemjara í dag og hefst fundur klukkan tvö. Maríus Sigurgjónsson er formaður samninganefndar flugvirkja. Hann segist hafa fulla von til þess að samningar náist fyrir fimmtudag en enn sé of snemmt að lofa einhverju. „Búið er að ræða alla efnisþætti mjög vel. Þegar það næst sátt ætti að vera hægt að ganga frá samningi mjög fljótt,“ sagði Maríus í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir viðræður stranda á umræðu um vinnufyrirkomulag flugvirkja. Ríkisstjórnin setti lög á verkfall flugmanna í síðasta mánuði og ekki er útilokað að það sama verði gert nú. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur lýst því yfir að lagasetningu verði ekki beitt nema Alþingi verði fyrst kallað saman. Maríus segir að lagasetning brjóti gegn stjórnarskránni. „Mér lýst ekkert á það ef sú umræða er uppi. Við skulum bara bíða og sjá til. Við höfum ítrekað bent á að við teljum svoleiðis ráðstöfun vera ólöglega og ekki standast stjórnarskrá og mannréttindasáttmála,“ segir Maríus. Hann segir flugvirkja reyna að láta umræðu um lagasetningu ekki hafa áhrif á viðræðurnar. „Við teljum hæpið að ríkið haldi áfram á þessari braut.“ Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Sjá meira
Sólahringsverkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Verkfallið hefur áhrif á um tólf þúsund farþega en alls var Sextíu og fimm flugferðum aflýst. Ótímabundið verkfall hefst á fimmtudag ef ekki verður búið að leysa deiluna fyrir þann tíma. Deiluaðilar ætla að funda hjá ríkissáttasemjara í dag og hefst fundur klukkan tvö. Maríus Sigurgjónsson er formaður samninganefndar flugvirkja. Hann segist hafa fulla von til þess að samningar náist fyrir fimmtudag en enn sé of snemmt að lofa einhverju. „Búið er að ræða alla efnisþætti mjög vel. Þegar það næst sátt ætti að vera hægt að ganga frá samningi mjög fljótt,“ sagði Maríus í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir viðræður stranda á umræðu um vinnufyrirkomulag flugvirkja. Ríkisstjórnin setti lög á verkfall flugmanna í síðasta mánuði og ekki er útilokað að það sama verði gert nú. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur lýst því yfir að lagasetningu verði ekki beitt nema Alþingi verði fyrst kallað saman. Maríus segir að lagasetning brjóti gegn stjórnarskránni. „Mér lýst ekkert á það ef sú umræða er uppi. Við skulum bara bíða og sjá til. Við höfum ítrekað bent á að við teljum svoleiðis ráðstöfun vera ólöglega og ekki standast stjórnarskrá og mannréttindasáttmála,“ segir Maríus. Hann segir flugvirkja reyna að láta umræðu um lagasetningu ekki hafa áhrif á viðræðurnar. „Við teljum hæpið að ríkið haldi áfram á þessari braut.“
Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Sjá meira