Innlent

Samningafundi við flugvirkja slitið

Samúel Karl Ólason skrifar
Samningafundi flugvirkja annarssvegar og Samtaka atvinnulífsins og Icelandair hins vegar var slitið skömmu eftir sjö í kvöld. Engir samningar hafa náðst. Maríus Sigurjónsson staðfestir það við fréttastofu að samningar hafi ekki tekist í kvöld. Hann tók það fram að ekki hafi verið skilið með miklum látum.

Búið er að boða til nýs fundar klukkan tvö á morgun.

Klukkan sex í fyrramálið verður vinnustöðvun flugvirkja en hún mun standa yfir í sólarhring. 65 flugferðum hjá Icelandair hefur verið aflýst vegna stöðvunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×