Innlent

Stærstu útflutningsgreininni stefnt í voða

Samtök ferðaþjónustunnar hafa þungar áhyggjur af verkföllum starfsmanna Icelandair og segja þau hafa haft slæm áhrif á ímynd landsins. Ólíðandi sé að stærstu útflutningsatvinnugrein landsins sé stefnt í voða með þessum hætti. 

Icelanda­ir hef­ur fellt niður 65 flug fé­lags­ins mánu­dag­inn 16. júní, vegna fyr­ir­hugaðs verk­falls Flug­virkja­fé­lags Íslands. Verk­fallið á mánu­dag­inn mun snerta um 12.000 farþega Icelanda­ir. Samtök ferðaþjónustunnar telja að mikill skaði hafi nú þegar orðið.

„Erlendir söluaðilar fylgjast grannt með stöðu mála og hafa nú þegar aflýst ferðum. Óvissa um stöðugleika í samgöngum til og frá landinu hefur áhrif á ímynd og orðspor Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn,“segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.

Háönn ferðasumarsins er nú hafin og skella aðgerðirnar því af fullu þunga á ferðaþjónustuna. Skapti segir að verkfallsaðgerðir flugstarfsmanna á vormánuðum hafi leikið ferðaþjónustuna grátt, og að fjölmörg fyrirtæki í greininni hafi stigið fram og lýst yfir áhyggjum sínum og vonbrigðum með stöðu mála. Verkfallsaðgerðirnar á mánudaginn verða þær stærstu hingað til.

„Til að setja hlutina í samhengi þá höfðu aðgerðir flugstarfsmanna á vormánuðunum áhrif á um tólf þúsund ferðamenn. Aðgerðirnar á mánudaginn einar og sér hafa áhrif á jafn marga. Flugvirkjar hafa boðað ótúmabundar verkfallsaðgerðir frá á með fimmtudeginum nítjánda júní. Komi til þess sér verður það mikill skaði fyrir greinina og við vonum að sjálfsögðu að sátt náist í tæka tíð,“ segir Skapti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×