Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2014 21:15 Valgeir Þór Ólason og Kristný María Hilmarsdóttir ásamt syninum Hilmari Óla. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn og ákváðu að endurvekja reksturinn. Þegar veitingaskálinn við Skriðuland í Saurbæ fór í þrot fyrir tveimur árum misstu tugir sveitabæja þá verslun sem næst þeim var og vegfarendur um þjóðveginn til Vestfjarða misstu áningarstað. En nú hefur staðurinn lifnað á ný. Valgeir Þór Ólason, matreiðslumeistari úr Kópavogi, var úti að mála þegar okkur bar að garði en í fyrrahaust keypti hann eignina af Arion-banka ásamt unnustu sinni, Kristnýju Maríu Hilmarsdóttur. „Við keyrðum hérna framhjá og sáum að þetta var tómt og búið að læsa og loka öllu. Við vildum komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt,” sagði Valgeir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þau eru í allan vetur búin að leggja nótt við dag við endurbætur, koma veitingasalnum í stand, innrétta verslun með helstu nauðsynjum og smíða bar og arinstofu. Þau eru einnig með gistihús sem kallast Hótel Ljósaland.Skriðuland í Saurbæ. Skálinn er skammt frá Gilsfjarðarbrú við þjóðveginn til Vestfjarða.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Kristný er sjálf frá Skarði á Skarðsströnd og vissi að það var áfall fyrir sveitina að missa búðina. „Það er búið að vera mjög erfitt. Allir þurfa alltaf að fara í Búðardal og versla þar eða á Reykhóla,” sagði Kristný. Valgeir sagði þau hafa fengið afar góðar viðtökur úr sveitinni og mikla hjálp. Þau óttast þó að þurfa að loka eldsneytisdælunum því ekkert gengur að fá eitthvert olíufélaganna til samstarfs um að endurnýja græjurnar. „Ég er búinn að vera að hringja og reyna að fá þá til að gera eitthvað með okkur. Það er ekkert verið að taka neitt í það,” segir Valgeir. Tengdar fréttir Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn og ákváðu að endurvekja reksturinn. Þegar veitingaskálinn við Skriðuland í Saurbæ fór í þrot fyrir tveimur árum misstu tugir sveitabæja þá verslun sem næst þeim var og vegfarendur um þjóðveginn til Vestfjarða misstu áningarstað. En nú hefur staðurinn lifnað á ný. Valgeir Þór Ólason, matreiðslumeistari úr Kópavogi, var úti að mála þegar okkur bar að garði en í fyrrahaust keypti hann eignina af Arion-banka ásamt unnustu sinni, Kristnýju Maríu Hilmarsdóttur. „Við keyrðum hérna framhjá og sáum að þetta var tómt og búið að læsa og loka öllu. Við vildum komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt,” sagði Valgeir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þau eru í allan vetur búin að leggja nótt við dag við endurbætur, koma veitingasalnum í stand, innrétta verslun með helstu nauðsynjum og smíða bar og arinstofu. Þau eru einnig með gistihús sem kallast Hótel Ljósaland.Skriðuland í Saurbæ. Skálinn er skammt frá Gilsfjarðarbrú við þjóðveginn til Vestfjarða.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Kristný er sjálf frá Skarði á Skarðsströnd og vissi að það var áfall fyrir sveitina að missa búðina. „Það er búið að vera mjög erfitt. Allir þurfa alltaf að fara í Búðardal og versla þar eða á Reykhóla,” sagði Kristný. Valgeir sagði þau hafa fengið afar góðar viðtökur úr sveitinni og mikla hjálp. Þau óttast þó að þurfa að loka eldsneytisdælunum því ekkert gengur að fá eitthvert olíufélaganna til samstarfs um að endurnýja græjurnar. „Ég er búinn að vera að hringja og reyna að fá þá til að gera eitthvað með okkur. Það er ekkert verið að taka neitt í það,” segir Valgeir.
Tengdar fréttir Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01