Enski boltinn

David Luiz samdi við PSG til fimm ára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Luiz er með Brasilíu á HM.
David Luiz er með Brasilíu á HM. Vísir/getty
Franska meistaraliðið Paris Saint-Germain tilkynnti á heimasíðu sinni nú rétt í þessu að er búið að ganga frá samningi við brasilíska miðvörðinn DavidLuiz sem kemur frá Chelsea.

Chelsea samþykkti 50 milljóna punda tilboð PSG í varnarmanninn í lok maí en hann er nú búinn að skrifa undir fimm ára samning við franska félagið.

David Luiz hefur verið í herbúðum Chelsea í fjögur ár, eða síðan hann kom til félagsins frá Benfica í Portúgal. Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Vitória í Brasilíu.

Luis er 27 ára gamall landsliðsmaður Brasilíu en hann var í byrjunarliðinu í gær þegar Brassar unnu Króata, 3-1, í upphafsleik HM 2014 í Sao Paulo.

Chelsea byrjaði að eyða milljörðunum strax í gær þegar það keypti spænska miðjumanninn Cesc Fábregas frá Barcelona fyrir ríflega 30 milljónir evra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×