Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Stjarnan 2-2 | Sindri Snær tryggði Keflavík jafntefli Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 15. júní 2014 00:01 Jóhann B. Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur. Vísir/daníel Stjarnan og Keflavík skildu jöfn, 2-2, í skemmtilegum leik í 8. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Keflavík komst í 1-0 áður en Stjarnan komst yfir, 2-1, með mörkum Jeppe Hansen og Ólafs Karls Finsens. Sindri Snær Magnússon kom Keflavík til bjargar með glæsilegu marki en hann þrumaði boltanum í netið á 68. mínútu, tveimur mínútum eftir að Ólafur Karl skoraði úr víti fyrir Stjörnuna. Leikurinn byrjaði á rólegu nótunum þar sem gestirnir úr Garðabænum voru meira með boltann á meðan liðin þreifuðu á hvert öðru. Stjörnumenn fengu fyrsta færið eftir 45 sekúndur en Jeppe Hansens lét Jonas Sandqvist verja frá sér úr þröngu færi. Þegar leið á hálfleikinn tóku sóknaraðgerðir heimamanna að þyngjast og fengu þeir fleiri færi til að skora mörk í hálfleiknum án þess þó að reyna of mikið á Ingvar Jónsson markvörð Stjörnunar. Stjarnan náði ekki að skapa sér nein færi af viti fyrir utan færið á fyrstu mínútunni en vörn heimamanna var þétt fyrir. Þó kom það fyrir að Stjörnumenn náðu boltanum eftir mistök heimamanna en náðu ekki að klára sóknirnar með skoti þar sem seinustu sendingar klikkuðu of oft. Liðin gengu því markalaus til hálfleiks en heimamenn gátu verið ánægðari með spilamennsku sína. Seinni hálfleikur var mun skemmtilegri en sá fyrri en hann hófst á svipuðum nótum og sá fyrri endaði. Keflvíkingar voru liprari í sóknarleiknum og Stjarnan átti í vandræðum með að skapa sér færi. Sóknartilburðir heimamanna báru árangur þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum þegar Sindri Snær Magnússon skoraði laglegt mark eftir hörmuleg mistök Daníels Laxdal í vörn Stjörnunnar. Jóhann Birnir Guðmundsson hafði gefið boltann fyrir og virtist lítil hætta á ferðum en Daníel fékk boltann í hnéið þaðan sem hann barst til Sindra sem lagði hann fyrir sig og skaut góðu skoti neðst í markhornið. Eftir þetta lifnaði yfir Stjörnumönnum um leið og heimamenn lögðust aftar á völlinn eins og þeir hafa áður gert í sumar þegar þeir komast yfir. Stjörnumenn voru mikið með boltann og heimamenn freistuðu þess að komast í hraðaupphlaup. Það var hinsvegar úr hraðaupphlaupi Stjörnumanna sem jöfnunarmark kom á 61. mínútu en Veigar Páll Gunnarsson fékk þá boltann á miðjum vallarhelmingi Keflvíkinga og gaf stórglæsilega stungusendingu sem klauf vörn heimamanna og fann Jeppe Hansen. Jeppinn fór framhjá markverðinum listilega vel og sendi boltann í autt markið. Virkilega vel gert hjá gestunum. Stjörnumenn létu ekki þar við sitja en þeir náðu sér í vítaspyrnu á 66. mínútu þegar Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflvíkingur, braut á Jeppe Hansen og hlaut gult spjald fyrir. Ólafur Karl Finsen gerði engin mistök á vítapunktinum og skoraði örugglega þannig að staðan var orðin 2-1 og Stjörnumenn á góðu flugi. Það tók hinsvegar ekki Kelfvíkinga langan tíma að jafna því tveimur mínútum síðar fékk Sindri Magnússon boltann rétt fyrir utan teig Garðbæinga og lét hann vaða á markið. Smellhitti strákurinn boltann þannig að hann söng í marknetinu án þess að Ingvar Jónsson næði að koma nokkrum vörnum við. Eftir þetta reyndu bæði liðin að stela sigrinum og fengu þau færin til þess án þess að nýta þau. 2-2 varð því niðurstaðan og geta menn verið sammála um það að úrslitin hafi verið sanngjörn en leikurinn var vel spilaður að mestu leyti. Liðin halda sætum sínum í deildinni en pakkinn við topp deildarinnar er að þéttast ansi mikið. Bæði lið hafa burði til að halda sér við topp deildarinnar enda vilja bæði lið spila góðan fótbolta en Keflvíkingar gætu þurft að hafa áhyggjur að geta ekki haldið forskoti.Rúnar Páll Sigmundsson: Eitt stig betra en ekki neitt en vildum þrjú Þjálfari Stjörnunar var spurður eftir leik hvort jafntefli væri ásættanleg niðurstaða. „Já miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við hefðum getað stolið þessu í lokin þegar Veigar fékk dauðafærið en þetta er náttúrulega erfiður útivöllur og erfiður leikur. Mikil stöðubarátta og almennt mikil barátta þannig að eitt stig er betra en ekki neitt en við hefðum náttúrulega viljað öll stigin.“ „Ég reiknaði með aðeins öðruvísi byrjunarliði hjá Keflvíkingum en annars er Keflavík með gott lið og það sýnir sig í stigatöflunni. Við erum ánægðir með að fá eitt stig héðan en þau hefðu mátt vera þrjú“, sagði Rúnar þegar hann var inntur eftir því hvort eitthvað við Keflvíkingana hefði komið honum á óvart. Sóknarleikur Stjörnunar var oft á tíðum tilviljanakenndur í fyrri hálfleik og var Rúnar spurður að því hvað hann hafi sagt sínum mönnum í hálfleik. „Við reyndum bara að halda okkur við leikáætlunina eins og hún var sett upp og við fylgdum henni ekki alveg í fyrri hálfleik. Það var hægt tempó í sendingum og annað slíkt og lítið um færi á báða bóga en þess í stað mikil stöðubarátta.“ Rúnar var ánægður með að Garðar Jóhannsson væri kominn aftur inn enda leikmaður sem styrkir hópinn en aftur á móti þá er Jeppe Hansen á leiðinni aftur til Danmerkur í lok mánaðar enda var hann hugsaður sem uppfylling á meðan Garðar og Veigar Páll glímdu við meiðsli.Kristján Guðmundsson: Tvö góð lið að spila og jafntefli sanngjarnt „Að vissu marki eru þetta sanngjörn úrslit, leikurinn var góður og voru tvö góð lið að spila í kvöld. Kannski erum við nær því að vinna, við vildum vinna þennan leik og eitt stig sleppur en við vildum vinna þennan leik“, voru fyrstu viðbrögð Kristjáns Guðmundssonar þjálfara Keflavíkur eftir leik í kvöld. Kristján var spurður að því það væri sem gerði það að verkum að þeir næðu ekki að halda forskoti þegar það næðist „Deildin er náttúrulega mjög jöfn og það er mikið af jafnteflum í deildinni en við erum að komast yfir í þessum leikjum og það er eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við að við eigum að vera miklu ákveðnari í að halda hreinu í lok leikja. Það vantar örlitla yfirvegun en það er að koma hægt og bítandi.“ Einar Orri Einarsson kom aftur inn í byrjunarliðið eftir bann og er Kristján ánægður með að endurheimta hann enda hjálpar vinna Einars upp á jafnvægið í liðinu. Næsti leikur Keflavíkur er á móti Hamri frá Hveragerði í bikarkeppninni og krafan hlýtur að vera sigur í þeim leik. „Þegar maður fer í bikarleik þá er það bara sigur eða tap og við förum í þennan leik og sýnum þeim fulla virðingu. Að sjálfsögðu ætlum við að vinna bikarleik á heimavelli, það er engin spurning.“Sindri Snær Magnússon: Það er gaman að skora en skemmtilegra að fá þrjú stig „Leiðinlegt að klára ekki leikinn, sérstaklega eftir að hafa komist yfir. Það slökknar á okkur í smástund og okkur er refsað með tveimur mörkum þegar það gerist. Sem betur fer náðum við að svara en það hefði verið betra að ná að klára leikinn“, voru fyrstu viðbrögð markaskorarans Sindar Magnússonar eftir leik í kvöld. „Heilt yfir var jafntefli sanngjörn niðurstaða, bæði lið sóttu og reyndu að taka þrjú stig. Tvö góð lið sem finnst gaman að sækja og úr varð góður leikur.“ Sindri skoraði bæði mörk heimamanna og var hann ánægður með sjálfan sig í kvöld. „Ég skora ekki oft og það var gaman að skora en leiðinlegt að mörkin telja ekki meira. Fyrra markið var eftir kiks hjá varnarmanninum og náði ég að leggja boltann með vinstri í markið og í seinna markinu smellhitti ég boltann bara nokkuð hátt í markið. Það er gaman að skora en skemmtilegra að fá þrjú stig.“ Sindra líður mjög vel í treyju Keflvíkinga og hefur staðið sig mjög vel á fyrsta tímabili hans með liðinu. „Mér líður mjög og það hefur verið tekið vel á móti mér. Það er virkilega gaman að líka vel við strákana og þá er ekkert annað en að standa sig vel fyrir liðið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Stjarnan og Keflavík skildu jöfn, 2-2, í skemmtilegum leik í 8. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Keflavík komst í 1-0 áður en Stjarnan komst yfir, 2-1, með mörkum Jeppe Hansen og Ólafs Karls Finsens. Sindri Snær Magnússon kom Keflavík til bjargar með glæsilegu marki en hann þrumaði boltanum í netið á 68. mínútu, tveimur mínútum eftir að Ólafur Karl skoraði úr víti fyrir Stjörnuna. Leikurinn byrjaði á rólegu nótunum þar sem gestirnir úr Garðabænum voru meira með boltann á meðan liðin þreifuðu á hvert öðru. Stjörnumenn fengu fyrsta færið eftir 45 sekúndur en Jeppe Hansens lét Jonas Sandqvist verja frá sér úr þröngu færi. Þegar leið á hálfleikinn tóku sóknaraðgerðir heimamanna að þyngjast og fengu þeir fleiri færi til að skora mörk í hálfleiknum án þess þó að reyna of mikið á Ingvar Jónsson markvörð Stjörnunar. Stjarnan náði ekki að skapa sér nein færi af viti fyrir utan færið á fyrstu mínútunni en vörn heimamanna var þétt fyrir. Þó kom það fyrir að Stjörnumenn náðu boltanum eftir mistök heimamanna en náðu ekki að klára sóknirnar með skoti þar sem seinustu sendingar klikkuðu of oft. Liðin gengu því markalaus til hálfleiks en heimamenn gátu verið ánægðari með spilamennsku sína. Seinni hálfleikur var mun skemmtilegri en sá fyrri en hann hófst á svipuðum nótum og sá fyrri endaði. Keflvíkingar voru liprari í sóknarleiknum og Stjarnan átti í vandræðum með að skapa sér færi. Sóknartilburðir heimamanna báru árangur þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum þegar Sindri Snær Magnússon skoraði laglegt mark eftir hörmuleg mistök Daníels Laxdal í vörn Stjörnunnar. Jóhann Birnir Guðmundsson hafði gefið boltann fyrir og virtist lítil hætta á ferðum en Daníel fékk boltann í hnéið þaðan sem hann barst til Sindra sem lagði hann fyrir sig og skaut góðu skoti neðst í markhornið. Eftir þetta lifnaði yfir Stjörnumönnum um leið og heimamenn lögðust aftar á völlinn eins og þeir hafa áður gert í sumar þegar þeir komast yfir. Stjörnumenn voru mikið með boltann og heimamenn freistuðu þess að komast í hraðaupphlaup. Það var hinsvegar úr hraðaupphlaupi Stjörnumanna sem jöfnunarmark kom á 61. mínútu en Veigar Páll Gunnarsson fékk þá boltann á miðjum vallarhelmingi Keflvíkinga og gaf stórglæsilega stungusendingu sem klauf vörn heimamanna og fann Jeppe Hansen. Jeppinn fór framhjá markverðinum listilega vel og sendi boltann í autt markið. Virkilega vel gert hjá gestunum. Stjörnumenn létu ekki þar við sitja en þeir náðu sér í vítaspyrnu á 66. mínútu þegar Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflvíkingur, braut á Jeppe Hansen og hlaut gult spjald fyrir. Ólafur Karl Finsen gerði engin mistök á vítapunktinum og skoraði örugglega þannig að staðan var orðin 2-1 og Stjörnumenn á góðu flugi. Það tók hinsvegar ekki Kelfvíkinga langan tíma að jafna því tveimur mínútum síðar fékk Sindri Magnússon boltann rétt fyrir utan teig Garðbæinga og lét hann vaða á markið. Smellhitti strákurinn boltann þannig að hann söng í marknetinu án þess að Ingvar Jónsson næði að koma nokkrum vörnum við. Eftir þetta reyndu bæði liðin að stela sigrinum og fengu þau færin til þess án þess að nýta þau. 2-2 varð því niðurstaðan og geta menn verið sammála um það að úrslitin hafi verið sanngjörn en leikurinn var vel spilaður að mestu leyti. Liðin halda sætum sínum í deildinni en pakkinn við topp deildarinnar er að þéttast ansi mikið. Bæði lið hafa burði til að halda sér við topp deildarinnar enda vilja bæði lið spila góðan fótbolta en Keflvíkingar gætu þurft að hafa áhyggjur að geta ekki haldið forskoti.Rúnar Páll Sigmundsson: Eitt stig betra en ekki neitt en vildum þrjú Þjálfari Stjörnunar var spurður eftir leik hvort jafntefli væri ásættanleg niðurstaða. „Já miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við hefðum getað stolið þessu í lokin þegar Veigar fékk dauðafærið en þetta er náttúrulega erfiður útivöllur og erfiður leikur. Mikil stöðubarátta og almennt mikil barátta þannig að eitt stig er betra en ekki neitt en við hefðum náttúrulega viljað öll stigin.“ „Ég reiknaði með aðeins öðruvísi byrjunarliði hjá Keflvíkingum en annars er Keflavík með gott lið og það sýnir sig í stigatöflunni. Við erum ánægðir með að fá eitt stig héðan en þau hefðu mátt vera þrjú“, sagði Rúnar þegar hann var inntur eftir því hvort eitthvað við Keflvíkingana hefði komið honum á óvart. Sóknarleikur Stjörnunar var oft á tíðum tilviljanakenndur í fyrri hálfleik og var Rúnar spurður að því hvað hann hafi sagt sínum mönnum í hálfleik. „Við reyndum bara að halda okkur við leikáætlunina eins og hún var sett upp og við fylgdum henni ekki alveg í fyrri hálfleik. Það var hægt tempó í sendingum og annað slíkt og lítið um færi á báða bóga en þess í stað mikil stöðubarátta.“ Rúnar var ánægður með að Garðar Jóhannsson væri kominn aftur inn enda leikmaður sem styrkir hópinn en aftur á móti þá er Jeppe Hansen á leiðinni aftur til Danmerkur í lok mánaðar enda var hann hugsaður sem uppfylling á meðan Garðar og Veigar Páll glímdu við meiðsli.Kristján Guðmundsson: Tvö góð lið að spila og jafntefli sanngjarnt „Að vissu marki eru þetta sanngjörn úrslit, leikurinn var góður og voru tvö góð lið að spila í kvöld. Kannski erum við nær því að vinna, við vildum vinna þennan leik og eitt stig sleppur en við vildum vinna þennan leik“, voru fyrstu viðbrögð Kristjáns Guðmundssonar þjálfara Keflavíkur eftir leik í kvöld. Kristján var spurður að því það væri sem gerði það að verkum að þeir næðu ekki að halda forskoti þegar það næðist „Deildin er náttúrulega mjög jöfn og það er mikið af jafnteflum í deildinni en við erum að komast yfir í þessum leikjum og það er eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við að við eigum að vera miklu ákveðnari í að halda hreinu í lok leikja. Það vantar örlitla yfirvegun en það er að koma hægt og bítandi.“ Einar Orri Einarsson kom aftur inn í byrjunarliðið eftir bann og er Kristján ánægður með að endurheimta hann enda hjálpar vinna Einars upp á jafnvægið í liðinu. Næsti leikur Keflavíkur er á móti Hamri frá Hveragerði í bikarkeppninni og krafan hlýtur að vera sigur í þeim leik. „Þegar maður fer í bikarleik þá er það bara sigur eða tap og við förum í þennan leik og sýnum þeim fulla virðingu. Að sjálfsögðu ætlum við að vinna bikarleik á heimavelli, það er engin spurning.“Sindri Snær Magnússon: Það er gaman að skora en skemmtilegra að fá þrjú stig „Leiðinlegt að klára ekki leikinn, sérstaklega eftir að hafa komist yfir. Það slökknar á okkur í smástund og okkur er refsað með tveimur mörkum þegar það gerist. Sem betur fer náðum við að svara en það hefði verið betra að ná að klára leikinn“, voru fyrstu viðbrögð markaskorarans Sindar Magnússonar eftir leik í kvöld. „Heilt yfir var jafntefli sanngjörn niðurstaða, bæði lið sóttu og reyndu að taka þrjú stig. Tvö góð lið sem finnst gaman að sækja og úr varð góður leikur.“ Sindri skoraði bæði mörk heimamanna og var hann ánægður með sjálfan sig í kvöld. „Ég skora ekki oft og það var gaman að skora en leiðinlegt að mörkin telja ekki meira. Fyrra markið var eftir kiks hjá varnarmanninum og náði ég að leggja boltann með vinstri í markið og í seinna markinu smellhitti ég boltann bara nokkuð hátt í markið. Það er gaman að skora en skemmtilegra að fá þrjú stig.“ Sindra líður mjög vel í treyju Keflvíkinga og hefur staðið sig mjög vel á fyrsta tímabili hans með liðinu. „Mér líður mjög og það hefur verið tekið vel á móti mér. Það er virkilega gaman að líka vel við strákana og þá er ekkert annað en að standa sig vel fyrir liðið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti