Innlent

Fundu fótspor eftir berfætta manneskju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar á svæðinu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á svæðinu. visir/vilhelm
Leit stendur enn yfir að konu sem saknað er eftir sumarbústaðaferð í Fljótshlíð. Fótspor eftir berfætta manneskju fannst í morgun um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur.

Búið er að leita afar ítarlega í Bleiksárgljúfrinu þar sem erlenda konan fannst látin. Er það mat manna, þ.m.t. köfunarhópa sem þar hafa verið að störfum, að það sé fullleitað.

Lögreglan á svæðinu kannar nú hvort sporið geti verið eftir konuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og leitin stendur enn yfir. 

visir/vilhelm

Tengdar fréttir

Fannst látin í Bleiksárgljúfri

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu.

Erfið leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri

Víðtæk leit stendur nú yfir að íslenskri konu í innanverðri Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu, þar sem erlend vinkona hennar fannst látin í gær.

Leit heldur áfram í nótt

Um 170 manns taka þátt í leitinni en björgunarsveitir frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu byrjuðu smátt og smátt að tínast upp Fljótshlíðina upp úr hádegi í dag til að taka þátt í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×