„Súrnun sjávar ógnar efnahag Íslands“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júní 2014 11:38 visir/gva Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands var haldinn í Reykjavíkur Akademíunni í gær þar þar sem kom fram ályktun um að stjórnvöldum beri að grípa til aðgerða gegn súrnun sjávar vegna sívaxandi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. „Súrnun sjávar norður af Íslandi mælist nú tvöfalt hraðari en sunnar í Atlantshafi. Slíkar aðgerðir kalla á alþjóðlegt samstarf. Þær þjóðir sem standa Íslendingum næst í baráttunni við loftslagsbreytingar eru þær sem byggja láglendar eyjar á borð við Seychelles-eyjar og Kiribati,“ segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að súrnun sjávar ógni efnahag Íslands ekki síður en hækkun sjávaryfirborðs ógni tilveru þeirra sem byggja láglend eyríki í Kyrrahafi, Indlandshafi og Karíbahafi. „Vísindamenn hér heima, Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og á vegum Norðurskautsráðsins hafa bent á að afleiðingarnar fyrir fjölbreytni lífríkis í hafinu og fæðukeðju nytjastofna geta orðið afar neikvæðar. Ekki skiptir síður máli að við aukna súrnun missir hafið hæfileika sinn til kolefnisbindingar, sem eykur enn á loftslagsvandann.“ Mikilvægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og á hafsvæðinu kringum Ísland. „Til að Íslendingar geti beitt sér í alþjóðasamstarfi gegn súrnun sjávar verður þjóðin að hafa trúverðugleika á sviði loftslagsmála. Áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu ganga þvert á fyrri stefnu Íslands í loftslagsmálum og rýra traust á Íslandi sem forystuafli gegn loftlagsbreytingum. Aðalfundur Náttúruverndarsamtakanna beinir því til stjórnvalda að leggja af áform sín um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.“ Seychelleseyjar Loftslagsmál Efnahagsmál Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands var haldinn í Reykjavíkur Akademíunni í gær þar þar sem kom fram ályktun um að stjórnvöldum beri að grípa til aðgerða gegn súrnun sjávar vegna sívaxandi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. „Súrnun sjávar norður af Íslandi mælist nú tvöfalt hraðari en sunnar í Atlantshafi. Slíkar aðgerðir kalla á alþjóðlegt samstarf. Þær þjóðir sem standa Íslendingum næst í baráttunni við loftslagsbreytingar eru þær sem byggja láglendar eyjar á borð við Seychelles-eyjar og Kiribati,“ segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að súrnun sjávar ógni efnahag Íslands ekki síður en hækkun sjávaryfirborðs ógni tilveru þeirra sem byggja láglend eyríki í Kyrrahafi, Indlandshafi og Karíbahafi. „Vísindamenn hér heima, Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og á vegum Norðurskautsráðsins hafa bent á að afleiðingarnar fyrir fjölbreytni lífríkis í hafinu og fæðukeðju nytjastofna geta orðið afar neikvæðar. Ekki skiptir síður máli að við aukna súrnun missir hafið hæfileika sinn til kolefnisbindingar, sem eykur enn á loftslagsvandann.“ Mikilvægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og á hafsvæðinu kringum Ísland. „Til að Íslendingar geti beitt sér í alþjóðasamstarfi gegn súrnun sjávar verður þjóðin að hafa trúverðugleika á sviði loftslagsmála. Áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu ganga þvert á fyrri stefnu Íslands í loftslagsmálum og rýra traust á Íslandi sem forystuafli gegn loftlagsbreytingum. Aðalfundur Náttúruverndarsamtakanna beinir því til stjórnvalda að leggja af áform sín um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.“
Seychelleseyjar Loftslagsmál Efnahagsmál Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira