Sævar Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og kona hans, Helga Daníelsdóttir, opnuðu nýja lúxusvöruverslun, Galleria Reykjavík, á Laugaveginum um helgina. Fjallað er um nýju verslunina í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag.
Þau hjónin eru þekktust fyrir rekstur skartgripa- og úraverslunarinnar Leonard sem Sævar stofnaði árið 1991. Sævar var hins vegar úrskurðaður gjaldþrota árið 2010. Engar eignir fundust í þrotabúi hans upp í 232 milljóna króna kröfur á sínum tíma. Verslunin Leonard er þó enn rekinn í Kringlunni.
DV greindi frá því í mars að þau hjónin stefndu að opnun búðarinnar sem nú er orðin raunin. Indverskur maður að nafni Nand Kumar Kurup er skráður eigandi rekstrarfélagsins á Credit Info en Kurup er sömuleiðis stjórnarmaður í fyrirtækinu IN heildsali. Sævar er framkvæmdastjóri þess félags. IN heildsali hét áður INCE ehf. og Leonard ehf.
„Við erum með nokkuð nýja heildarhugmynd, í anda Harrods og Selfridges en þó í smærra sniði. Þetta er nokkurs konar lífsstílsverslun með lúxusvarningi í bland við íslenskar vörur og smávöru,“ segir Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria, við Fréttablaðið í dag í tilefni opnunarinnar.
Gjaldþrota en opnar verslun

Tengdar fréttir

Hámarkslán verði 40 milljónir
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins samþykkti á fundi í dag breytingar á lánareglum sjóðsins sem fela í sér að hámarkslán til sjóðfélaga verða framvegis 40 milljónir króna en undanfarin ár hefur ekki verið skilgreint hámark á sjóðfélagalánum að því tilskyldu að nægjanlegt veðrými og greiðslugeta væri fyrir hendi. Jafnframt var ákveðið að setja sérstakar reglur um meðferð lánsumsókna þegar aðilar sem tengjast sjóðnum eiga í hlut.

Leonard áfram í Leifsstöð
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og eigendur skartgripaverslunarinnar Leonard ehf. hafa endurnýjað samning um rekstur verslunar í flugstöðinni með úr og skartgripi. Sævar Jónsson eigandi Leonard ehf. og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.