Fannst látin í Bleiksárgljúfri Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2014 09:39 Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi í gærkvöldi. Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri, innst í Fljótshlíð, um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi. Leit stendur yfir að íslenskri konu sem var með henni. Síðast hafði spurst til þeirra á laugardagskvöld, en þær fóru í gönguferð frá sumarbústað í Fljótshlíðinni. Báðar konurnar eru á fertugsaldri, en eftirgrennslan hófst í gær þegar þær mættu ekki til vinnu. Leitað var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar og tók einnig fjölmennt lið björgunarsveitarmanna þátt í leitinni. Samkvæmt heimildum Vísis fundust föt kvennanna við hyl í gljúfrinu og fundu kafarar lík konunnar í hylnum. Samkvæmt fyrstu skoðun virðist konan hafa drukknað og er nú einkum leitað niður með gilinu og út í Markarfljót. Bleiksárgljúfur skerst niður úr hálendinu ofan við Fljótshlíð. Leit stendur nú yfir og er stefnt á fjölgun leitarmanna, en 80 manns tóku þátt í leitinni í gær. Sérhæft leitarfólk, gönguhópar og kafarar eru nú við leit í innanverðri Fljótshlíðinni. Einnig hafa leitarhundar verið notaðir og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið notuð til leitar úr lofti í gær og í dag. „Framvinda leitarinnar núna er sú að þyrla Landhelgisgæslunnar mun fljúga eftir vatnasvæði Markafljóts. Ennfremur munum við senda kafara aftur til leitar og fara yfir þetta gil. Það mun líka koma hópur af björgunarsveitarmönnum sem munu ganga um svæðið og halda áfram leit á landi,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli í samtali við Bylgjuna. Aðspurður um hvort lögreglan hafi einhvern grun um hvað gerðist segir Sveinn: „Nei, ekkert annað en að okkur sýnist þetta vera slys.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri, innst í Fljótshlíð, um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi. Leit stendur yfir að íslenskri konu sem var með henni. Síðast hafði spurst til þeirra á laugardagskvöld, en þær fóru í gönguferð frá sumarbústað í Fljótshlíðinni. Báðar konurnar eru á fertugsaldri, en eftirgrennslan hófst í gær þegar þær mættu ekki til vinnu. Leitað var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar og tók einnig fjölmennt lið björgunarsveitarmanna þátt í leitinni. Samkvæmt heimildum Vísis fundust föt kvennanna við hyl í gljúfrinu og fundu kafarar lík konunnar í hylnum. Samkvæmt fyrstu skoðun virðist konan hafa drukknað og er nú einkum leitað niður með gilinu og út í Markarfljót. Bleiksárgljúfur skerst niður úr hálendinu ofan við Fljótshlíð. Leit stendur nú yfir og er stefnt á fjölgun leitarmanna, en 80 manns tóku þátt í leitinni í gær. Sérhæft leitarfólk, gönguhópar og kafarar eru nú við leit í innanverðri Fljótshlíðinni. Einnig hafa leitarhundar verið notaðir og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið notuð til leitar úr lofti í gær og í dag. „Framvinda leitarinnar núna er sú að þyrla Landhelgisgæslunnar mun fljúga eftir vatnasvæði Markafljóts. Ennfremur munum við senda kafara aftur til leitar og fara yfir þetta gil. Það mun líka koma hópur af björgunarsveitarmönnum sem munu ganga um svæðið og halda áfram leit á landi,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli í samtali við Bylgjuna. Aðspurður um hvort lögreglan hafi einhvern grun um hvað gerðist segir Sveinn: „Nei, ekkert annað en að okkur sýnist þetta vera slys.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira