Innlent

Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Samningafundi í kjaradeilu flugvirkja við Icelandair lauk í húsnæði ríkissáttasemjara á fimmta tímanum í dag. Nokkrar ýfingar hafa verið í deilu flugvirkja og Icelandair undanfarna daga og ekki liggur fyrir hvort einhver sátt sé í sjónmáli.

Flugvirkjar hafa boðað  sólarhringsverkfall frá klukkan sex að morgni á mánudag í næstu viku og ótímabundið verkfall frá og með 19. júní ef ekki verður búið að leysa deiluna fyrir þann tíma. Næsti fundur er boðaður í húsi ríkissáttasemjara á morgun.

Einnig var fundað í kjaradeilu leikskólakennara við sveitarfélögin hjá ríkissáttasemjara í dag. Þeim fundi lauk einnig á fimmta tímanum og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan ellefu í fyrramálið.

Leikskólakennarar hafa boðað vinnustöðvun 19. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×