Skrifað undir meirihlutasamstarf á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 10. júní 2014 15:15 Frá undirrituninni í Hofi í dag. Vísir/Sveinn Skrifað var undir samstarfssamning Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista í menningarhúsinu Hofi nú klukkan þrjú, um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Skrifuðu allir bæjarfulltrúar nýs meirihluta undir samkomulagið. Hver þessara flokka fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn að loknum kosningunum í lok maí. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans verður nýr forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, verður formaður Bæjarráðs. Logi Már Einarsson, þriðji oddvitinn í nýjum meirihluta, verður formaður Akureyrarstofu. Í samkomulaginu kemur fram að bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, verður endurráðinn af nýjum meirihluta. L-listinn réð hann til starfa fyrir fjórum árum þegar framboðið fékk hreinan meirihluta í kosningunum 2010.Einnig ætlar nýr meirihluti að leggja áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýr meirihluti vill leggja áherslu á langtíma áætlunargerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Hann vill auka fjölbreytni atvinnulífsins og beita sér fyrir frekar samvinnu skóla og atvinnulífs. Einnig vill hann auka tækifæri starfsmanna bæjarins til starfsþróunar og endurmenntunar. Í samstarfssamninginum er talin þörf á að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við gerð fjárhagsáætlana verði miðað að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Tengdar fréttir Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52 Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20 Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Skrifað var undir samstarfssamning Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista í menningarhúsinu Hofi nú klukkan þrjú, um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Skrifuðu allir bæjarfulltrúar nýs meirihluta undir samkomulagið. Hver þessara flokka fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn að loknum kosningunum í lok maí. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans verður nýr forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, verður formaður Bæjarráðs. Logi Már Einarsson, þriðji oddvitinn í nýjum meirihluta, verður formaður Akureyrarstofu. Í samkomulaginu kemur fram að bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, verður endurráðinn af nýjum meirihluta. L-listinn réð hann til starfa fyrir fjórum árum þegar framboðið fékk hreinan meirihluta í kosningunum 2010.Einnig ætlar nýr meirihluti að leggja áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýr meirihluti vill leggja áherslu á langtíma áætlunargerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Hann vill auka fjölbreytni atvinnulífsins og beita sér fyrir frekar samvinnu skóla og atvinnulífs. Einnig vill hann auka tækifæri starfsmanna bæjarins til starfsþróunar og endurmenntunar. Í samstarfssamninginum er talin þörf á að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við gerð fjárhagsáætlana verði miðað að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Tengdar fréttir Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52 Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20 Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52
Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20
Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25