Ungstirnið Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Congressional 28. júní 2014 22:22 Það er gaman að fylgjast með hinum kokhrausta Patrick Reed. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á Congressional vellinum en hann er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hring í kvöld á 71 höggi eða pari vallar en í öðru sæti á fjórum höggum undir pari koma þeir Marc Leishman frá Ástralíu, SeongYul-Noh frá Suður-Kóreu og Freddie Jacobson frá Svíþjóð. Patrick Reed skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári síðan þegar hann sigraði á Wyndham meistaramótinu en hann hefur sigrað tveimur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni síðan þá. Fyrr á árinu gaf hann út í viðtali að hann væri einn af fimm bestu kylfingum heims en margir hlógu að því enda er hann bara 23 ára gamall og hefur aðeins haft keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Ef Reed tekst að sigra mótið á morgun yrði það fjórði sigur hans á 12 mánuðum en fáir kylfingar á PGA-mótaröðinni geta státað af því. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 en áhugavert verður að sjá hvort að þessi litríki kylfingur landi sigri á hinum erfiða Congressional velli. Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á Congressional vellinum en hann er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hring í kvöld á 71 höggi eða pari vallar en í öðru sæti á fjórum höggum undir pari koma þeir Marc Leishman frá Ástralíu, SeongYul-Noh frá Suður-Kóreu og Freddie Jacobson frá Svíþjóð. Patrick Reed skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári síðan þegar hann sigraði á Wyndham meistaramótinu en hann hefur sigrað tveimur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni síðan þá. Fyrr á árinu gaf hann út í viðtali að hann væri einn af fimm bestu kylfingum heims en margir hlógu að því enda er hann bara 23 ára gamall og hefur aðeins haft keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Ef Reed tekst að sigra mótið á morgun yrði það fjórði sigur hans á 12 mánuðum en fáir kylfingar á PGA-mótaröðinni geta státað af því. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 en áhugavert verður að sjá hvort að þessi litríki kylfingur landi sigri á hinum erfiða Congressional velli.
Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira