Enski boltinn

Shaw genginn í raðir Manchester United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Luke Shaw
Luke Shaw Vísir/Getty
Manchester United staðfesti í dag að félagið hefur gengið frá kaupunum á Luke Shaw. Shaw sem kemur frá Southampton skrifaði undir fimm ára samning.

Shaw sem er aðeins 18 ára gamall lék sinn fyrsta leik fyrir Southampton 16 ára gamall og hefur slegið í gegn í liði Dýrlinganna. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir enska landsliðið í mars og var síðan valin í enska landsliðshópinn fyrir Heimsmeistaramótið í Brasilíu þar sem hann lék einn leik.

Shaw átti gríðarlega gott tímabili í liði Southampton og var tilnefndur sem besti ungi leikmaður tímabilsins ásamt því að vera valinn í lið ársins af leikmannasamtökunum.

Shaw verður næst dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi á eftir nýja liðsfélaga sínum, Juan Mata en talið er að United greiði 31 milljónir punda fyrir Shaw.

Listi yfir dýrustu leikmenn í sögu Manchester United:

£37,1 milljónir sterlingspunda : Juan Mata (Chelsea) 2014

£31 milljónir sterlingspunda : Luke Shaw (Southampton) 2014

£30,75 milljónir sterlingspunda: Dimitar Berbatov (Tottenham) 2008

£29,1 milljónir sterlingspunda : Rio Ferdinand (Leeds) 2002

£29 milljónir sterlingspunda : Ander Herrera (Athletic Bilbao) 2014

£28,1 milljónir sterlingspunda : Juan Sebastian Veron (Lazio) 2001

£27,5 milljónir sterlingspunda : Marouane Fellaini (Everton) 2013

£27 milljónir sterlingspunda : Wayne Rooney (Everton) 2004




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×