Borgaskóli heitir nú Vættaskóli eftir sameiningu við Engjaskóla árið 2012.
Hæfni nemenda var metinn eftir þremur þáttum; stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræðilæsi.
Nemendur Borgaskóla reyndust vera með mesta stærðfræðilæsi allra. Þeir komu í öðru sæti hvað lesskilninginn varðar og náttúrufræðilæsi þeirra reyndist það þriðja besta.
Meðaltal árangurs þeirra úr fyrrgreindum þáttum skilar þeim í efsta sætið í heildarframmistöðu allra grunnskóla í Reykjavík.
Hér má sjá hvernig nemendur Borgaskóla röðuðust niður á hæfniþrep PISA-könnunarinnar.
Alls þreyttu 34 nemendur við skólann prófið.
