Íslendingar heimsins mestu grasreykingamenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júní 2014 23:46 Í nýrri skýrslu á vegum Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að Íslendingar séu sú þjóð sem neytir mestra kannabisefna á ársgrundvelli.Skýrslan var kynnt í Vínarborg í Austurríki í dag. Stofnunin reiðir sig á tölur frá árinu 2012 en samkvæmt útreikningum hennar neyttu 18.3 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 67 ára marijúana það árið. Athygli vekur að af þeim tíu þjóðum sem neyta mestra kannabisefna hafa einungis þrjú þeirra, Bandaríkin, Kanada og Spánn lögleyft neyslu þeirra að einhverju leiti. Eignarhald á neysluskömmtum er þó ekki refsivert á Ítalíu og lagabreytingar í þá átt eru fyrirhugaðar á Jamaíku á næstu misserum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur sagst vera hallur undir þá skoðun að við Íslendingar ættum að reyna að afglæpavæða neysluna í þessum málum. Þegar hann var spurður hvort hann teldi breytinga þörf á grundvallaratriðum löggjafarinnar svaraði hann: „Ég er að bjóða upp í þann dans, ég er sannfærður um að við þurfum að beita öðrum meðulum.“ Úr ræðustól á Alþingi í febrúar sagði hann svo: „Okkur ber einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir, hvort heldur það er lögleiðing fíkniefna, það sem hefur verið kallað afrefsivæðing eða afglæpavæðing, hversu vitlegt sem það orð er nú, eða herta löggjöf.“Forsíða skýrslunnar í ár.Þær þjóðir sem neyta mestra kannabisefna eru eftirfarandi:Ísland – 18.3 prósentSambía – 17.7 prósentBandaríkin - 14.8 prósentÍtalía – 14.6 prósentNýja Sjáland – 14.6 prósentNígería -14.3 prósentKanada – 12.2 prósentSpánn – 10. 6 prósentÁstralía – 10.3 prósentJamaíka – 9.86 prósent Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 Ísland á kolrangri braut í fíkniefnamálum "Spurningin er hvernig við getum best stjórnað hegðun okkar á meðan við lifum í umburðarlyndu samfélagi sem kemur ekki fram við fólk eins og glæpamenn einfaldlega vegna þess hvað það velur að setja í líkama sinn.“ 9. maí 2014 13:40 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 "Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. 19. febrúar 2014 15:19 "Núverandi stefna er ekki að virka“ Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögregluþjónn, situr nú á þingi og er einn flutningsmanna tillögu um nýja stefnu í fíkniefnamálum. 20. febrúar 2014 22:39 Fíkniefnalöggjöf á Jamaíku rýmkuð Neysluskammtar á marijúana afglæpavæddir og notkun efnisins í læknisfræðilegum tilgangi gerð lögleg. 13. júní 2014 21:37 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Í nýrri skýrslu á vegum Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að Íslendingar séu sú þjóð sem neytir mestra kannabisefna á ársgrundvelli.Skýrslan var kynnt í Vínarborg í Austurríki í dag. Stofnunin reiðir sig á tölur frá árinu 2012 en samkvæmt útreikningum hennar neyttu 18.3 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 67 ára marijúana það árið. Athygli vekur að af þeim tíu þjóðum sem neyta mestra kannabisefna hafa einungis þrjú þeirra, Bandaríkin, Kanada og Spánn lögleyft neyslu þeirra að einhverju leiti. Eignarhald á neysluskömmtum er þó ekki refsivert á Ítalíu og lagabreytingar í þá átt eru fyrirhugaðar á Jamaíku á næstu misserum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur sagst vera hallur undir þá skoðun að við Íslendingar ættum að reyna að afglæpavæða neysluna í þessum málum. Þegar hann var spurður hvort hann teldi breytinga þörf á grundvallaratriðum löggjafarinnar svaraði hann: „Ég er að bjóða upp í þann dans, ég er sannfærður um að við þurfum að beita öðrum meðulum.“ Úr ræðustól á Alþingi í febrúar sagði hann svo: „Okkur ber einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir, hvort heldur það er lögleiðing fíkniefna, það sem hefur verið kallað afrefsivæðing eða afglæpavæðing, hversu vitlegt sem það orð er nú, eða herta löggjöf.“Forsíða skýrslunnar í ár.Þær þjóðir sem neyta mestra kannabisefna eru eftirfarandi:Ísland – 18.3 prósentSambía – 17.7 prósentBandaríkin - 14.8 prósentÍtalía – 14.6 prósentNýja Sjáland – 14.6 prósentNígería -14.3 prósentKanada – 12.2 prósentSpánn – 10. 6 prósentÁstralía – 10.3 prósentJamaíka – 9.86 prósent
Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 Ísland á kolrangri braut í fíkniefnamálum "Spurningin er hvernig við getum best stjórnað hegðun okkar á meðan við lifum í umburðarlyndu samfélagi sem kemur ekki fram við fólk eins og glæpamenn einfaldlega vegna þess hvað það velur að setja í líkama sinn.“ 9. maí 2014 13:40 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 "Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. 19. febrúar 2014 15:19 "Núverandi stefna er ekki að virka“ Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögregluþjónn, situr nú á þingi og er einn flutningsmanna tillögu um nýja stefnu í fíkniefnamálum. 20. febrúar 2014 22:39 Fíkniefnalöggjöf á Jamaíku rýmkuð Neysluskammtar á marijúana afglæpavæddir og notkun efnisins í læknisfræðilegum tilgangi gerð lögleg. 13. júní 2014 21:37 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36
Ísland á kolrangri braut í fíkniefnamálum "Spurningin er hvernig við getum best stjórnað hegðun okkar á meðan við lifum í umburðarlyndu samfélagi sem kemur ekki fram við fólk eins og glæpamenn einfaldlega vegna þess hvað það velur að setja í líkama sinn.“ 9. maí 2014 13:40
Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43
"Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. 19. febrúar 2014 15:19
"Núverandi stefna er ekki að virka“ Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögregluþjónn, situr nú á þingi og er einn flutningsmanna tillögu um nýja stefnu í fíkniefnamálum. 20. febrúar 2014 22:39
Fíkniefnalöggjöf á Jamaíku rýmkuð Neysluskammtar á marijúana afglæpavæddir og notkun efnisins í læknisfræðilegum tilgangi gerð lögleg. 13. júní 2014 21:37