Enski boltinn

Luke Shaw á leið í læknisskoðun hjá United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luke Shaw í leik gegn Kostaríka á HM.
Luke Shaw í leik gegn Kostaríka á HM. vísir/getty
Luke Shaw, landsliðsbakvörður Englands í knattspyrnu, virðist vera á leið til Manchester United eins og reiknað var með, en enskir fjölmiðlar greina frá því að hann sé á leið í læknisskoðun hjá liðinu.

Southampton er búið að samþykkja 30 milljóna punda tilboð United í leikmanninn en sjálfur fær Shawí kringum 100.000 pund á viku skrifi hann undir á Old Trafford.

Endurbyggingin hjá Manchester United virðist loks vera komin af stað en fyrr í dag skrifaði spænski miðjumaðurinn AnderHerrera undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kostaði 29 milljónir punda.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er ekki enn mættur til starfa, en hann er í fullu fjöri með hollenska landsliðið á HM í Brasilíu.

Holland mætir næst Mexíkó í 16 liða úrslitum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×