Enski boltinn

Tottenham vill 1,9 milljarða fyrir Gylfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki falur fyrir minna en tíu milljónir punda eða rúma 1,9 milljarða króna.

Daily Mail fullyrðir í dag að Swansea hafi fengið þau skilaboð frá forráðamönnum Tottenham að Gylfi sé ekki falur fyrir lægri upphæð.

Gylfi lék sem lánsmaður hjá Swansea árið 2012 og sló í gegn. Að tímabilinu loknu var hann seldur frá þýska liðinu Hoffenheim til Tottenham fyrir 8,8 milljónir punda.

Í janúar á síðasta ári bárust fregnir af því að Reading hefði gert þrjár tilraunir til að kaupa Gylfa en ekki tekist. Hann kláraði tímabilið hjá Tottenham og skoraði alls sex mörk í 32 leikjum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×