Enski boltinn

Fullyrt að Herrera sé búinn að skrifa undir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ander Herrera í leik með Athletic Bilbao.
Ander Herrera í leik með Athletic Bilbao. Vísir/Getty
Spænski miðillinn AS greinir frá því í dag að Ander Herrera sé búinn að skrifa undir fimm ára samning hjá Manchester United.

Samkvæmt AS er Herrera búinn að gangast undir læknisskoðun og samþykkja samningstilboð United og verður kynntur sem leikmaður liðsins á föstudaginn.

Herrera var orðaður við Manchester United síðasta sumar og reyndu rauðu djöflarnir undir stjórn David Moyes að ganga frá kaupum á miðjumanninum undir lok félagsskiptagluggans en voru of seinir í snúningum. Herrera verður því fyrstu kaup Louis Van Gaal, nýs knattspyrnustjóra Manchester United sem mun ætla að leggja áherslu á að styrkja miðju liðsins sem hefur verið til vandræða í nokkur ár.

Talið er að United greiði Athletic Bilbao 29 milljónir sterlingspunda fyrir Herrera sem gerir hann að fjórða dýrasta leikmanni í sögu félagsins á eftir Juan Mata, Dimitar Berbatov og Rio Ferdinand og mun hann skrifa undir samning til ársins 2019.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×