Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra sem sótt hafa um stöðu forstjóra Samgöngustofu. Hann segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið.
Frestur til að sækja um stöðuna rann út síðastliðinn sunnudag. Fréttaveitan Eyjan greindi fyrst frá því að Stefán væri líklega meðal umsækjenda. Samgöngustofa hefur verið starfrækt í tæpt ár og er núverandi forstjóri Hermann Guðjónsson.
Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu
Bjarki Ármannsson skrifar
