Sport

Sjónarhorn leikskólakennara: Suarez hefur þörf fyrir athygli

Bjarki Ármannsson skrifar
Í pistlinum er meðal annars stungið upp á því að þjálfari Suarez eyði meiri tíma með leikmanninum, til dæmis með því að sitja með hann í fanginu og lesa sögu.
Í pistlinum er meðal annars stungið upp á því að þjálfari Suarez eyði meiri tíma með leikmanninum, til dæmis með því að sitja með hann í fanginu og lesa sögu. Vísir/GVA/AFP
Luis Suarez, sóknarmaður úrúgvæska landsliðsins í knattspyrnu, vakti mikla athygli hér á landi sem og erlendis þegar hann virtist bíta andstæðing sinn í leik í riðlakeppni HM í gær. Það er sem betur fer ekki algengt að sjá fullorðna íþróttamenn bíta andstæðinga sína en slíkrar hegðunar gætir þó oft hjá ungum börnum.

Heiðar Örn Kristjánsson, leikskólakennari og tónlistarmaður, skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann skoðar hegðun Suarez, og möguleg viðbrögð við henni, út frá sjónarhorni leikskólakennara.

„Þetta eru náttúrulega bara þekktar aðferðir úr uppeldi barna,“ segir Heiðar um það sem fram kemur í pistlinum. „Það mætti allavega láta á þær reyna.“

Heiðar skrifar að Suarez hafi greinilega þörf fyrir athygli og að þess vegna hafi hann gripið til þess ráðs að bíta annan leikmann. Í pistlinum er meðal annars stungið upp á því að þjálfari Suarez, Oscar Tabarez, eyði meiri tíma með leikmanninum, til dæmis með því að sitja með hann í fanginu og lesa sögu.

„Þetta virkar á börn og hann hagar sér sem slíkt, inni á vellinum allavega,“ segir Heiðar. Hann viðurkennir þó að sumar uppástungur, til dæmis að sjá til þess að Suarez hafi nægilegt pláss til að leika sér með boltann svo honum finnist honum ekki ógnað, gætu verið erfiðar í framkvæmd í snertingaríþrótt á við knattspyrnu.

„Það er svolítið erftitt, en það er kannski hægt að koma því í kring á æfingum. Í leikjunum sjálfum þarf kannski frekar að horfa til þess að liðsfélagar hans gefi honum pláss til að leika sér með boltann.

Þessir knattspyrnumenn, þetta eru sjálfumglaðir einstaklingar. Þeir líta oft á tíðum svolítið stórt á sig og átta sig kannski á því hvernig fyrirmyndir þeir eru í liðinu.“

Pistill Heiðars í heild sinni fylgir með hér að neðan:


Tengdar fréttir

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×