Fótbolti

Skyggir á hversu frábær leikmaður hann er

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Paul Scholes telur að fólk muni ekki muna eftir knattspyrnuhæfileikum Luis Suárez heldur eftir vandræðunum sem fylgdu honum.

Suárez beit Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu og á von á löngu keppnisbanni fyrir vikið. Er þetta í þriðja sinn sem Suárez bítur leikmann inn á vellinum og telur Scholes að það þurfi að refsa honum harkalega í þetta skiptið.

„Hann fékk 10 leikja bann eftir að hafa bitið Ivanovic en það var augljóslega ekki nóg. Þegar Suárez beit Chiellini þá varð hann landi sínu, klúbbnum sínum og fjölskyldu sinni til skammar. Honum mun líða ömurlega í kvöld og þetta skyggir á hversu frábær leikmaður hann er. Að banna hann út þetta Heimsmeistaramót er ekki nóg því ég tel að Kólumbía muni slá Úrúgvæ út í næstu umferð,“ sagði Scholes.


Tengdar fréttir

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×