Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 18:15 Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. VISIR/AFP Forseti Litháens líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Jósef Stalín og Adolf Hitler í samtali við þýska blaðið Focus nú á sunnudag.Forsetinn, Dalia Grybauskaite, segir töluverðan samhljóm vera milli stjórnarhátta þeirra þriggja því núverandi stjórnvöld í Moskvu væru þessi misserin að reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas. Í viðtalinu við Focus tók Grybauskaite í sama streng og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í mars á þessu ári að inngrip Pútíns í málefnum Krímskagans svipaði til Anschluss Hitlers í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Clinton dró ummæli sín til baka degi síðar en Litháensforsetinn segir líkindin milli Hitlers og Pútíns enn fyllilega til staðar. „Pútín spilaði á þjóðerniskennd til þess að auðvelda sér að sölsa undir sig landsvæði með hernaðaríhlutun. Það er nákvæmlega það sama og Stalín og Hitler gerðu. Þessi samanburður er því enn viðeigandi“ Forsetinn sagði Rússa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda áhrifum sínum á svæðum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Grybauskaite bætti við að þeim væri sérstaklega í mun að halda Eystrasaltsríkjunum háðum risanum í austri. „Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar gert stjórnvöldum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilboð um lægra verð á olíu og gasi ef þau yfirgefa NATO,“ ítrekaði Grybauskaite og sagði að hinn vestræni heimur ætti að einbeita sér að því að styðja við efnahagslegt sjálfræði fyrrum Sovétríkjanna til að draga úr ítökum stjórnvalda í Moskvu. „Pútín hefur sömu sýn á Rússland og Katrín mikla, hann vill gera hvað hann getur til að vernda áhrif sín á austurhveli jarðar. Persónuleiki hans hefur þróast í furðulega átt,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Forseti Litháens líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Jósef Stalín og Adolf Hitler í samtali við þýska blaðið Focus nú á sunnudag.Forsetinn, Dalia Grybauskaite, segir töluverðan samhljóm vera milli stjórnarhátta þeirra þriggja því núverandi stjórnvöld í Moskvu væru þessi misserin að reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas. Í viðtalinu við Focus tók Grybauskaite í sama streng og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í mars á þessu ári að inngrip Pútíns í málefnum Krímskagans svipaði til Anschluss Hitlers í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Clinton dró ummæli sín til baka degi síðar en Litháensforsetinn segir líkindin milli Hitlers og Pútíns enn fyllilega til staðar. „Pútín spilaði á þjóðerniskennd til þess að auðvelda sér að sölsa undir sig landsvæði með hernaðaríhlutun. Það er nákvæmlega það sama og Stalín og Hitler gerðu. Þessi samanburður er því enn viðeigandi“ Forsetinn sagði Rússa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda áhrifum sínum á svæðum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Grybauskaite bætti við að þeim væri sérstaklega í mun að halda Eystrasaltsríkjunum háðum risanum í austri. „Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar gert stjórnvöldum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilboð um lægra verð á olíu og gasi ef þau yfirgefa NATO,“ ítrekaði Grybauskaite og sagði að hinn vestræni heimur ætti að einbeita sér að því að styðja við efnahagslegt sjálfræði fyrrum Sovétríkjanna til að draga úr ítökum stjórnvalda í Moskvu. „Pútín hefur sömu sýn á Rússland og Katrín mikla, hann vill gera hvað hann getur til að vernda áhrif sín á austurhveli jarðar. Persónuleiki hans hefur þróast í furðulega átt,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira