Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 18:15 Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. VISIR/AFP Forseti Litháens líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Jósef Stalín og Adolf Hitler í samtali við þýska blaðið Focus nú á sunnudag.Forsetinn, Dalia Grybauskaite, segir töluverðan samhljóm vera milli stjórnarhátta þeirra þriggja því núverandi stjórnvöld í Moskvu væru þessi misserin að reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas. Í viðtalinu við Focus tók Grybauskaite í sama streng og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í mars á þessu ári að inngrip Pútíns í málefnum Krímskagans svipaði til Anschluss Hitlers í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Clinton dró ummæli sín til baka degi síðar en Litháensforsetinn segir líkindin milli Hitlers og Pútíns enn fyllilega til staðar. „Pútín spilaði á þjóðerniskennd til þess að auðvelda sér að sölsa undir sig landsvæði með hernaðaríhlutun. Það er nákvæmlega það sama og Stalín og Hitler gerðu. Þessi samanburður er því enn viðeigandi“ Forsetinn sagði Rússa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda áhrifum sínum á svæðum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Grybauskaite bætti við að þeim væri sérstaklega í mun að halda Eystrasaltsríkjunum háðum risanum í austri. „Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar gert stjórnvöldum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilboð um lægra verð á olíu og gasi ef þau yfirgefa NATO,“ ítrekaði Grybauskaite og sagði að hinn vestræni heimur ætti að einbeita sér að því að styðja við efnahagslegt sjálfræði fyrrum Sovétríkjanna til að draga úr ítökum stjórnvalda í Moskvu. „Pútín hefur sömu sýn á Rússland og Katrín mikla, hann vill gera hvað hann getur til að vernda áhrif sín á austurhveli jarðar. Persónuleiki hans hefur þróast í furðulega átt,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Forseti Litháens líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Jósef Stalín og Adolf Hitler í samtali við þýska blaðið Focus nú á sunnudag.Forsetinn, Dalia Grybauskaite, segir töluverðan samhljóm vera milli stjórnarhátta þeirra þriggja því núverandi stjórnvöld í Moskvu væru þessi misserin að reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas. Í viðtalinu við Focus tók Grybauskaite í sama streng og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í mars á þessu ári að inngrip Pútíns í málefnum Krímskagans svipaði til Anschluss Hitlers í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Clinton dró ummæli sín til baka degi síðar en Litháensforsetinn segir líkindin milli Hitlers og Pútíns enn fyllilega til staðar. „Pútín spilaði á þjóðerniskennd til þess að auðvelda sér að sölsa undir sig landsvæði með hernaðaríhlutun. Það er nákvæmlega það sama og Stalín og Hitler gerðu. Þessi samanburður er því enn viðeigandi“ Forsetinn sagði Rússa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda áhrifum sínum á svæðum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Grybauskaite bætti við að þeim væri sérstaklega í mun að halda Eystrasaltsríkjunum háðum risanum í austri. „Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar gert stjórnvöldum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilboð um lægra verð á olíu og gasi ef þau yfirgefa NATO,“ ítrekaði Grybauskaite og sagði að hinn vestræni heimur ætti að einbeita sér að því að styðja við efnahagslegt sjálfræði fyrrum Sovétríkjanna til að draga úr ítökum stjórnvalda í Moskvu. „Pútín hefur sömu sýn á Rússland og Katrín mikla, hann vill gera hvað hann getur til að vernda áhrif sín á austurhveli jarðar. Persónuleiki hans hefur þróast í furðulega átt,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira