Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 18:15 Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. VISIR/AFP Forseti Litháens líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Jósef Stalín og Adolf Hitler í samtali við þýska blaðið Focus nú á sunnudag.Forsetinn, Dalia Grybauskaite, segir töluverðan samhljóm vera milli stjórnarhátta þeirra þriggja því núverandi stjórnvöld í Moskvu væru þessi misserin að reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas. Í viðtalinu við Focus tók Grybauskaite í sama streng og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í mars á þessu ári að inngrip Pútíns í málefnum Krímskagans svipaði til Anschluss Hitlers í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Clinton dró ummæli sín til baka degi síðar en Litháensforsetinn segir líkindin milli Hitlers og Pútíns enn fyllilega til staðar. „Pútín spilaði á þjóðerniskennd til þess að auðvelda sér að sölsa undir sig landsvæði með hernaðaríhlutun. Það er nákvæmlega það sama og Stalín og Hitler gerðu. Þessi samanburður er því enn viðeigandi“ Forsetinn sagði Rússa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda áhrifum sínum á svæðum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Grybauskaite bætti við að þeim væri sérstaklega í mun að halda Eystrasaltsríkjunum háðum risanum í austri. „Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar gert stjórnvöldum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilboð um lægra verð á olíu og gasi ef þau yfirgefa NATO,“ ítrekaði Grybauskaite og sagði að hinn vestræni heimur ætti að einbeita sér að því að styðja við efnahagslegt sjálfræði fyrrum Sovétríkjanna til að draga úr ítökum stjórnvalda í Moskvu. „Pútín hefur sömu sýn á Rússland og Katrín mikla, hann vill gera hvað hann getur til að vernda áhrif sín á austurhveli jarðar. Persónuleiki hans hefur þróast í furðulega átt,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Forseti Litháens líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Jósef Stalín og Adolf Hitler í samtali við þýska blaðið Focus nú á sunnudag.Forsetinn, Dalia Grybauskaite, segir töluverðan samhljóm vera milli stjórnarhátta þeirra þriggja því núverandi stjórnvöld í Moskvu væru þessi misserin að reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas. Í viðtalinu við Focus tók Grybauskaite í sama streng og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í mars á þessu ári að inngrip Pútíns í málefnum Krímskagans svipaði til Anschluss Hitlers í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Clinton dró ummæli sín til baka degi síðar en Litháensforsetinn segir líkindin milli Hitlers og Pútíns enn fyllilega til staðar. „Pútín spilaði á þjóðerniskennd til þess að auðvelda sér að sölsa undir sig landsvæði með hernaðaríhlutun. Það er nákvæmlega það sama og Stalín og Hitler gerðu. Þessi samanburður er því enn viðeigandi“ Forsetinn sagði Rússa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda áhrifum sínum á svæðum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Grybauskaite bætti við að þeim væri sérstaklega í mun að halda Eystrasaltsríkjunum háðum risanum í austri. „Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar gert stjórnvöldum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilboð um lægra verð á olíu og gasi ef þau yfirgefa NATO,“ ítrekaði Grybauskaite og sagði að hinn vestræni heimur ætti að einbeita sér að því að styðja við efnahagslegt sjálfræði fyrrum Sovétríkjanna til að draga úr ítökum stjórnvalda í Moskvu. „Pútín hefur sömu sýn á Rússland og Katrín mikla, hann vill gera hvað hann getur til að vernda áhrif sín á austurhveli jarðar. Persónuleiki hans hefur þróast í furðulega átt,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira