Ómar segir sig úr Framsókn: "Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2014 17:45 Ómar Stefánsson hefur verið oddviti Framsóknar í Kópavogi en hefur nú sagt skilið við flokkinn. Ómar Stefánsson, fyrrum oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, sagði sig úr flokknum á mánudag. Ástæðuna segir hann vera þá stefnu sem Framsóknarflokkurinn tók í kosningabaráttunni í málefnum útlendinga. En eins og kunnugt er lét Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, þau ummæli falla í kosningabaráttu að draga ætti lóðarúthlutun til múslima tilbaka og í kjölfarið þróaðist umræðan í átt að þjóðernispópúlisma að mati Ómars. „Það var tvennt sem skilaði þessum borgarfulltrúum í Reykjavík. Annars vegar ósmekkleg þjóðernisumræða og skírskotun til útlendingahaturs sem skein í gegn hjá oddvitanum og manneskjunni í öðru sæti. Hins vegar samúðaratkvæði fyrir það hversu heiftarleg viðbrögðin voru, þetta var heiftug umræða af hendi flokksins og svo var heiftug umræða á móti,“ útskýrir hann. „Umræðan í þjóðfélaginu náði aldrei neinum þroska.“ Ómar segist gefa lítið fyrir svokallaðar eftir á skýringar og vísar hann þar í ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, eftir kosningarnar þegar hann sagðist ekkert hafa á móti því að múslimar byggi sér bænahús. „Mér finnst það algjörlega skína í gegn að hvorki formaður, varaformaður né ritari sáu ástæðu til að segja nokkuð í kosningabaráttunni. Vildu leyfa þessari umræðu að tryggja Framsóknarflokknum einhverja stöðu í baráttunni,“ segir hann. Honum finnst það ótækt að þessir þrír einstaklingar sem fara fyrir flokknum hafi neitað að tjá sig á meðan á baráttunni stóð eða láta ná ekki í sig og leyfa umræðunni þar með að þróast á þann hátt sem hún gerði.Af múslimskum ættum Blóðfaðir Ómars er múslimi og býr í Jemen. Þar búa einnig níu hálfsystkini hans sem hann heimsækir reglulega. Hann þekkir því hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti í kosningabaráttunni persónulega. „Ég veit að það eru ekki þessar öfgar í trúnni sem flokkurinn var að boða. Það skiptir ekki máli í hvaða þjóðfélagi það er, það eru alltaf einhverjar öfgar en að dæma trúarhópa út frá öfgunum er ekki í lagi.“ Hann tók ummælin þó ekki persónulega. „Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að það er fullt af fólki í Framsókn sem eru ekki þessarar skoðunar en á meðan flokkurinn stendur eftir og getur talið hausana á tveimur fulltrúum í Reykjavík eftir kosningabaráttuna þá eru þeir að kynna þessa stefnu. Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum.“ Ómar hafði ákveðið að hætta í stjórnmálum áður en hann hafði hins vegar aldrei haft í hyggju að segja sig úr Framsóknarflokknum. „Ég hætti útaf þessu máli.“ Tengdar fréttir Stóru málin: Áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á Íslandi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar í Reykjavík segir að líta verði til reynslu Norðurlandanna í trúfrelsismálum. 30. maí 2014 18:30 „Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. "Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ 1. júní 2014 01:39 Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10 Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ómar Stefánsson, fyrrum oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, sagði sig úr flokknum á mánudag. Ástæðuna segir hann vera þá stefnu sem Framsóknarflokkurinn tók í kosningabaráttunni í málefnum útlendinga. En eins og kunnugt er lét Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, þau ummæli falla í kosningabaráttu að draga ætti lóðarúthlutun til múslima tilbaka og í kjölfarið þróaðist umræðan í átt að þjóðernispópúlisma að mati Ómars. „Það var tvennt sem skilaði þessum borgarfulltrúum í Reykjavík. Annars vegar ósmekkleg þjóðernisumræða og skírskotun til útlendingahaturs sem skein í gegn hjá oddvitanum og manneskjunni í öðru sæti. Hins vegar samúðaratkvæði fyrir það hversu heiftarleg viðbrögðin voru, þetta var heiftug umræða af hendi flokksins og svo var heiftug umræða á móti,“ útskýrir hann. „Umræðan í þjóðfélaginu náði aldrei neinum þroska.“ Ómar segist gefa lítið fyrir svokallaðar eftir á skýringar og vísar hann þar í ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, eftir kosningarnar þegar hann sagðist ekkert hafa á móti því að múslimar byggi sér bænahús. „Mér finnst það algjörlega skína í gegn að hvorki formaður, varaformaður né ritari sáu ástæðu til að segja nokkuð í kosningabaráttunni. Vildu leyfa þessari umræðu að tryggja Framsóknarflokknum einhverja stöðu í baráttunni,“ segir hann. Honum finnst það ótækt að þessir þrír einstaklingar sem fara fyrir flokknum hafi neitað að tjá sig á meðan á baráttunni stóð eða láta ná ekki í sig og leyfa umræðunni þar með að þróast á þann hátt sem hún gerði.Af múslimskum ættum Blóðfaðir Ómars er múslimi og býr í Jemen. Þar búa einnig níu hálfsystkini hans sem hann heimsækir reglulega. Hann þekkir því hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti í kosningabaráttunni persónulega. „Ég veit að það eru ekki þessar öfgar í trúnni sem flokkurinn var að boða. Það skiptir ekki máli í hvaða þjóðfélagi það er, það eru alltaf einhverjar öfgar en að dæma trúarhópa út frá öfgunum er ekki í lagi.“ Hann tók ummælin þó ekki persónulega. „Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að það er fullt af fólki í Framsókn sem eru ekki þessarar skoðunar en á meðan flokkurinn stendur eftir og getur talið hausana á tveimur fulltrúum í Reykjavík eftir kosningabaráttuna þá eru þeir að kynna þessa stefnu. Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum.“ Ómar hafði ákveðið að hætta í stjórnmálum áður en hann hafði hins vegar aldrei haft í hyggju að segja sig úr Framsóknarflokknum. „Ég hætti útaf þessu máli.“
Tengdar fréttir Stóru málin: Áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á Íslandi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar í Reykjavík segir að líta verði til reynslu Norðurlandanna í trúfrelsismálum. 30. maí 2014 18:30 „Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. "Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ 1. júní 2014 01:39 Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10 Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Stóru málin: Áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á Íslandi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar í Reykjavík segir að líta verði til reynslu Norðurlandanna í trúfrelsismálum. 30. maí 2014 18:30
„Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. "Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ 1. júní 2014 01:39
Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10
Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35
„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01
Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19