Haraldur úr leik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 21. júní 2014 11:00 vísir/stefán Haraldur Franklín Magnús féll nú í morgun úr leik á Opna breska áhugamannamótinu í golfi á Norður-Írlandi í átta manna úrslitum. Haraldur tapaði fyrir Skotanum Neil Bradley 7&6. Haraldur náði sér ekki á strik í dag þrátt fyrir ágæta byrjun. Hann var einn undir pari eftir tvær holur en samt holu undir því Bradley fór frábærlega af stað og fékk fugla á tveimur fyrstu holunum. Harladur fékk fimm skolla á næstu sjö holum og var fimm holum undir eftir níu holur og ljóst í hvað stefndi. Bradley náði sex holu forskoti þegar hann fékk fugl á tíundu holunni á sama tíma og Haraldur fékk par. Bradley gerði út um leikinn á 12. holu, var sjö vinningum yfir þegar sex holur voru eftir. Þó Haraldur hafi ekki náð sér á strik í dag er árangur hans í mótinu frábær. Hann komst í 16 manna úrslit í fyrra og náði að gera einum betur í ár í þessu einu sterkasta áhugamannamóti Evrópu. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús féll nú í morgun úr leik á Opna breska áhugamannamótinu í golfi á Norður-Írlandi í átta manna úrslitum. Haraldur tapaði fyrir Skotanum Neil Bradley 7&6. Haraldur náði sér ekki á strik í dag þrátt fyrir ágæta byrjun. Hann var einn undir pari eftir tvær holur en samt holu undir því Bradley fór frábærlega af stað og fékk fugla á tveimur fyrstu holunum. Harladur fékk fimm skolla á næstu sjö holum og var fimm holum undir eftir níu holur og ljóst í hvað stefndi. Bradley náði sex holu forskoti þegar hann fékk fugl á tíundu holunni á sama tíma og Haraldur fékk par. Bradley gerði út um leikinn á 12. holu, var sjö vinningum yfir þegar sex holur voru eftir. Þó Haraldur hafi ekki náð sér á strik í dag er árangur hans í mótinu frábær. Hann komst í 16 manna úrslit í fyrra og náði að gera einum betur í ár í þessu einu sterkasta áhugamannamóti Evrópu.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira