Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2014 14:06 Mynd/Hestafréttir.is Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapinn sem féll nýverið á lyfjaprófi fyrir amfetamínneyslu, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þorvaldur gekkst undir lyfjapróf eftir töltkeppni í Meistaradeildinni sem hann vann þann 6. mars síðastliðinn. Hann féll á lyfjaprófinu og var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann. Hann áfrýjaði hins vegar dómnum og var áfrýjunin tekin fyrir í gær. Dómurinn var mildaður en þá fyrst var greint frá því opinberlega að Þorvaldur Árni hafi neytt efnisins levmetamfetamine eða amfetamíns. Þorvaldur staðfestir þetta í yfirlýsingunni en tekur fram að hann hafi tekið inn lyfin viku áður en mæling fór fram. „Það er því alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan. „Til þeirra er málið varðar. Ég, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, staðfesti að við mælingu Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ hinn 6. mars sl. mældust leifar af efni á bannlista ÍSÍ í líkama mínum. Það leiddi til þess að ég var kærður til dómstóls ÍSÍ sem komst að þeirri niðurstöðu að ég skyldi sæta þriggja mánaða keppnisbanni. Mér þótti sú refsing hörð og áfrýjaði því dóminum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ sem mildaði refsinguna í 30 daga keppnisbann frá og með 30. maí sl. Ég tek fram að ég neytti umræddra lyfja viku áður en mæling fór fram og var ekki undir áhrifum þeirra í keppni. Því er alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn. Lyfið mælist aftur á móti við sýnatöku í alllangan tíma eftir neyslu. Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur. Virðingarfyllst, Þorvaldur Árni Þorvaldsson“ Íþróttir Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapinn sem féll nýverið á lyfjaprófi fyrir amfetamínneyslu, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þorvaldur gekkst undir lyfjapróf eftir töltkeppni í Meistaradeildinni sem hann vann þann 6. mars síðastliðinn. Hann féll á lyfjaprófinu og var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann. Hann áfrýjaði hins vegar dómnum og var áfrýjunin tekin fyrir í gær. Dómurinn var mildaður en þá fyrst var greint frá því opinberlega að Þorvaldur Árni hafi neytt efnisins levmetamfetamine eða amfetamíns. Þorvaldur staðfestir þetta í yfirlýsingunni en tekur fram að hann hafi tekið inn lyfin viku áður en mæling fór fram. „Það er því alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan. „Til þeirra er málið varðar. Ég, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, staðfesti að við mælingu Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ hinn 6. mars sl. mældust leifar af efni á bannlista ÍSÍ í líkama mínum. Það leiddi til þess að ég var kærður til dómstóls ÍSÍ sem komst að þeirri niðurstöðu að ég skyldi sæta þriggja mánaða keppnisbanni. Mér þótti sú refsing hörð og áfrýjaði því dóminum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ sem mildaði refsinguna í 30 daga keppnisbann frá og með 30. maí sl. Ég tek fram að ég neytti umræddra lyfja viku áður en mæling fór fram og var ekki undir áhrifum þeirra í keppni. Því er alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn. Lyfið mælist aftur á móti við sýnatöku í alllangan tíma eftir neyslu. Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur. Virðingarfyllst, Þorvaldur Árni Þorvaldsson“
Íþróttir Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14
Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15