Innlent

Gunnar í Krossinum biður um áframhaldandi stuðning

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva

Dómur verður kveðinn upp í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar gegn Ástu Sigríði Knútsdóttur, Sesselju Engilráð Barðdal og Vefpressunnar ehf. í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.



Málið tengist ásökunum á hendur Gunnari, sem oft er kenndur við Krossinn, þess efnis að hann hafi áreitt sjö konur í Krossinum. Gunnar hefur ávallt haldið því fram að þessar ásakanir tengist pólitík og valdabaráttu í söfnuðinum og haldið fram sakleysi sínu. Pressan birti nokkrar fréttir af þessum ásökunum, sú fyrsta var 23. nóvember 2010 og krafðist Gunnar þess að vefmiðillinn drægi fréttirnar til baka en þáverandi ritstjóri, Steingrímur Sævarr Ólafsson, sagði miðilinn standa við fréttirnar. Í kjölfar þessa kærði svo Gunnar.



„Ég nálgast morgundaginn með æðruleysi og það er sannarlega bæn mín og von að réttlætinu verði fullnægt og sannleikurinn sigri. Ég þakka þeim fjölmörgu sem ekki hafa lagt trúnað á þann málatilbúnað sem hefur verið soðinn saman gegn mér og bið um áframhaldandi stuðning ykkar og bæn," segir Gunnar á Facebook síðu sinni.



Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. maí síðastliðinn í sal 101 og var opin almenningi. Færri komust inn í salinn en vildu, en salurinn er sá stærsti í Héraðsdómi Reykjavíkur. 



Dómurinn verður kveðinn upp á morgun klukkan 14 í Héraðsdómi Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum: Segir Jónínu Ben hafa hótað sér

„Ég fékk símtal frá Jónínu Ben þar sem hún fór fram á að ég myndi lýsa því yfir opinberlega að ég tryði ekki þessum konum og að ég teldi þetta rangt. Hún fór jafnframt fram að ég myndi loka dyrum Drekaslóðar,“ sagði Thelma Ásdísardóttir, ráðgjafi hjá Drekaslóð.

Gunnar: Hjónabandið hvati til árása

Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi.

Svipugöng Gunnars í Krossinum

„Það er þjáning samfara því að kalla saman þá sem hafa búið til um mig sögur og sagnir og í framhaldi af því tekið að sér hlutverk ákæranda, kviðdóms, dómara og böðuls.“

Símhringingar og hótanir á talhólf

Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari.

„Guð einn veit að færri konur fengju þig en vildu“

„Ráðleggingar margra til þín var að láta þetta yfir sig ganga, þú valdir að gera það ekki. Ég virði það og er hér á hliðarlínunni tilbúin að fá þig í fangið þegar þú vilt koma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×