Innlent

Ekki um mannleg mistök að ræða

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Átján ára íslenskur piltur lést eftir að hafa fallið úr rússíbananum Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm.
Átján ára íslenskur piltur lést eftir að hafa fallið úr rússíbananum Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm. Mynd/Terra Mitica
Joaquín Valera, framkvæmdastjóri skemmtigarðsins Terra Mítica, segir að útiloka megi þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum. „Tækið er þannig hannað að það fer ekki af stað nema ef allar öryggisólar séu almennilega festar,“ segir Valera í viðtali á spænska fréttamiðlinum LevanteFjöl­skylda pilts­ins sem lést gaf skýrslu fyr­ir dóm­ara í morg­un, en ræðismaður Íslands á þessu svæði, Juan José Camp­us, var með í för.

V
alera segir ennfremur að ekki sé hægt að leysa öryggisólarnar eftir að rússíbaninn sé kominn af stað. Hinsvegar segir hann að ekki sé hægt að segja hvað fór úrskeiðis. „Við erum að fara yfir myndbönd úr öryggisvélum en hingað til höfum við ekki fundið myndskeið sem getur gefið okkar nægar upplýsingar.“ Hann segir að enn sé verið að leita en fjölmargar öryggismyndavélar eru á svæðinu.

Valera segir jafnframt að fyrirtækið hafi leitað til þýska fyrirtækisins Tuv, sem fer yfir öryggisbúnað skemmtigarðsins, og eins til framleiðanda tækisins en það er þýska fyrirtækið Intamin. „Það er okkur kappsmál að komast til botns í því hvað gerðist. Öryggið er hið mikilvægasta í svona rekstri og ef það er ábótavant er hryggstykkið horfið úr honum.“


Tengdar fréttir

Nafn piltsins sem lést

Pilturinn sem lét lífið af slysförum í skemmtigarði á Benidorm á mánudaginn hét Andri Freyr Sveinsson. Hann var átján ára og búsettur í Stekkjarseli 7 í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×