Innlent

Nafn piltsins sem lést

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir
Pilturinn sem lét lífið af slysförum í skemmtigarði á Benidorm á Spáni síðdegis á mánudaginn hét Andri Freyr Sveinsson. Hann var átján ára og búsettur í Stekkjarseli 7 í Reykjavík.

Lögreglan á Spáni rannsakar tildrög slyssins en Andri Freyr féll úr rússíbana sem var á mikilli ferð. Hann lét lífið af sárum sínum. Samsvarandi rússíbönum bæði í Finnlandi og Svíþjóð hefur verið lokað á meðan rannsókn stendur yfir.


Tengdar fréttir

Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur

Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×