Átta ára gamalt barn og tveir unglingar eru þar á meðal og er þetta blóðugasti dagurinn á þessu svæði frá því að átök hófust og eru þetta mestu átök frá því í átta daga stríði Ísraels- og Palestínumanna árið 2012.
Loftskeyti var skotið á hús í Khan Yunis í suðurhluta Gaza og féllu þar sjö og særðust tuttugu og fimm. Það er mannskæðasta árás sem gerð var í dag og kjölfarið lýstu liðsmenn Hamas samtakanna yfir því að hefnt yrði fyrir árásina og að allir Ísraelsmenn yrðu nú skotmörk samtakanna.
Hamas skutu yfir 130 loftskeytum til Ísraels í dag. Þar á meðal var loftskeytum skotið yfir til Jerúsalem, Tel Aviv og Haifa.
Loftvarnarflautur voru þreyttar í Jerúsalem og var sprengjunum varpað skömmu síðar. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem sprengjum er varpað á Jerúsalem síðan árið 2012.
Liðsmenn Hamas hafa áður sagt að eldflaugarnar séu svar við yfirgangi Zionista, en þetta var í kjölfar ásakana um að Ísraelsher hefði drepið fimm Hamasliða. Því hafna hins vegar Ísraelar.
Ásakanir ganga á víxl milli þessara stríðandi fylkinga en stigvaxandi spenna er á svæðinu eftir að þrír ísraelskir unglingar fundust myrtir fyrir rúmri viku og var því svarað með hrottalegu morði á palestínsku ungmenni.
Varað er við myndskeiðum sem fylgja þessari frétt.