Manchester City er búið að ganga frá kaupum á markverðinum Willy Caballero frá spænska liðinu Málaga, en Englandsmeistararnir borga um sex milljónir punda fyrir leikmanninn.
Þessi 32 ára gamli Argentínumaður skrifaði undir þriggja ára samning við City og á að berjast um markvarðarstöðuna við JoeHart, landsliðsmarkvörð Englands.
„Þetta er ný áskorun fyrir mig í nýrri deild. Ég staðið mig vel hjá Málaga undanfarin ár og vonandi verður framhald á því á Englandi,“ segir Caballero.
Wilfredo Caballero, eins og hann heitir fullu nafni, hóf ferilinn með Boca Juniors í Argentínu en hefur síðan spila með Elche og Málaga á Spáni.
Joe Hart fær samkeppni hjá City
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti

